Danssýning

Senn lýkur danskennslu hjá nemendum í 5.-10. bekk í Hrafnagilsskóla. Af því tilefni verður danssýning í íþróttahúsi skólans fimmtudaginn 30. nóvember kl. 13:10. Þar sýna nemendur hvað þeir hafa lært undanfarnar vikur hjá Elínu Halldórsdóttur danskennara og gaman væri að sjá nemendur í ,,betri fötunum” þennan dag.

Öll eru hjartanlega velkomin

2023-11-22T10:47:58+00:0022.nóvember 2023|

Álfar, huldufólk og alls konar kynjaskepnur

Í Hrafnagilsskóla er áralöng hefð fyrir því að halda hátíð á Degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember. Í ár var engin breyting þar á og buðu nemendur fjölskyldum og íbúum sveitarinnar á hátíð í tali og tónum.
Þemað í ár tengdist þjóðtrú Íslendinga og nemendur höfðu unnið að ýmsum verkefnum tengdum álfum, huldufólki og kynjaskepnum dagana [Meira…]

2023-11-21T17:55:00+00:0021.nóvember 2023|

Dagur íslenskrar tungu í Hrafnagilsskóla

Fimmtudaginn 16. nóvember verður Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur í Hrafnagilsskóla. Hátíðin hefst klukkan 13:00 í íþróttasal skólans og stendur til kl. 15:00. Nemendur flytja atriði í tali og tónum sem tengjast þema dagsins sem að þessu sinni er álfar, huldufólk og íslenskar kynjaskepnur.

Nemendur 7. bekkjar hefja undirbúning fyrir [Meira…]

2023-11-08T10:37:18+00:008.nóvember 2023|

Deigludagur – skapandi stöðvavinna unglinga í fjórum grunnskólum

 

Deigludagur – skapandi stöðvavinna unglinga í fjórum grunnskólum

 

,,Getum við verið til klukkan fjögur næst og boðið fleiri skólum með!”

 

Miðvikudaginn 18. október tóku Þelamerkurskóli, Grenivíkurskóli, Valsárskóli og Hrafnagilsskóli sig saman og buðu nemendur á unglingastigi þessara skóla upp á sameiginlega stöðvavinnu þar sem skapandi skólastarf var í hávegum haft. Vinnan fór fram [Meira…]

2023-10-20T21:21:07+00:0020.október 2023|

Útivistardagur á þriðjudag

Þriðjudaginn 5. september er útivistardagur hjá okkur í Hrafnagilsskóla.

Skipulagið er eftirfarandi:

  • Nemendur í 1.- 4. bekk fara í gönguferð í nágrenni skólans, fræðast um kóngulær og tína ber. Nemendur fá ávexti úr mötuneytinu en gott er að taka með sér hollt og gott nesti að heiman. Komið verður til baka [Meira…]
2023-09-01T19:41:27+00:001.september 2023|
Go to Top