Fréttir

Fréttir2024-10-25T11:37:28+00:00
Skákdagurinn 2017

26.janúar 2017|

Í ár er í sjötta sinn haldið upp á Skákdaginn á Íslandi. Friðrik Ólafsson, fyrsti íslenski stórmeistarinn í skák, er fæddur 26. janúar árið 1935. Unglingastig Hrafnagilsskóla setti upp hraðskákmót í tilefni dagsins þar sem allir nemendur stigsins tóku þátt. Gaman var að fylgjast með þeim [Meira...]

Hollusta í fyrirrúmi

26.janúar 2017|

Miðvikudaginn 24. janúar útbjuggu nemendur í matreiðsluvali ýmsa skemmtilega rétti með hollustu í huga sem hægt væri að bjóða upp á t.d. í barnaafmælum. Hér á myndunum sjáum við afrakstur tímans og hluta af nemendunum.

Þyrla lendir á skólalóðinni

25.janúar 2017|

Miðvikudaginn 25. janúar lenti þyrla Landhelgisgæslunnar óvænt á skólalóð Hrafnagilsskóla. Nemendur og starfsfólk skólans ruku upp til handa og fóta enda vissi enginn hvert erindið væri. Í ljós kom að um æfingu var að ræða hjá Landhelgisgæslunni og sérsveit lögreglunnar. Augljóslega voru nemendur mjög spenntir og [Meira...]

Myndir frá árshátíð unglingastigs

24.janúar 2017|

Árshátíð unglingastigs var haldin í Laugarborg fimmtudaginn 19. janúar. Nemendur í 8., 9. og 10. bekk  sýndu stytta útgáfu af söngleiknum ,,Footloose“ og kennarar  á unglingastigi leikstýrðu. Auk þess að leika, syngja og dansa á sýningunni sáu nemendur um búninga, leikmynd, förðun og alla tæknivinnu. Hér [Meira...]

Lesum saman til sigurs í ALLIR LESA!

24.janúar 2017|

Þessa dagana er í gangi lestrarhvetjandi verkefni um allt land. Hér er að finna upplýsingar um landsleikinn Allir lesa, sem samtökin Heimili og skóli eru aðilar að. Einnig minnum við á lestrarátak Ævars vísindamanns sem Hrafnagilsskóli tekur þátt í. Nú styttist í hinn stórskemmtilega landsleik Allir [Meira...]

Árshátíð unglingastigs

13.janúar 2017|

Árshátíð unglingastigs verður haldin í Laugarborg fimmtudaginn 19. janúar n.k. Hún hefst kl. 20.00 og stendur til kl. 23.30. Ekið er heim að balli loknu. Nemendur í 8., 9. og 10. bekk  sýna stytta útgáfu af söngleiknum ,,Footloose“ og kennarar  á unglingastigi leikstýra. Auk þess að [Meira...]

Go to Top