Páskaleyfi í Hrafnagilsskóla er frá og með 13. – 22. apríl og hefst skóli aftur þriðjudaginn 23. apríl. Fyrsta vikan verður heldur stutt þar sem sumardagurinn fyrsti er frídagur og starfsdagur verður föstudaginn 26. apríl.
Á sameiginlegri samverustund í íþróttasal Hrafnagilsskóla miðvikudaginn 24. apríl kl. 8:15 verður Tónlistarskóli Eyjafjarðar með kynningu á starfi skólans. Þar verður kynnt allt það sem skólinn hefur upp á að bjóða og allir kennarar, gjarnan í samstarfi við sína nemendur, segja stuttu máli frá hljóðfærum, hljóðfæraflokkum og leika tóndæmi. Eftir kynninguna doka kennarar Tónlistarskólans við og gefst þá færi á að taka þá tali. Þar á eftir fara nemendur yngri deilda yfir í Tónlistarskólann í skipulögðum hópum og kynnast einstaka hljóðfærum betur hjá viðkomandi kennurum. Þeir foreldrar sem hafa hug á því að innrita börn sín í Tónlistarskólann fyrir næsta skólaár eru sérstaklega hvattir til að mæta. Opnað verður fyrir innritun í skólann á sama tíma.
Auk kynningar Tónlistarskólans verður atriði í boði nemenda í 6. og 9. bekk. Eftir samverustundina verður boðið upp á molakaffi og skólastjórnendur á staðnum til skrafs og ráðagerða.

Með bestu óskum um gleðilega páska.