Þriðjudaginn 14. mars ráðgerum við að fara í skíðaferð í Hlíðarfjall. Þessi dagsetning er háð því að veður verði skaplegt. Þeir nemendur sem ætla að leigja skíði eða bretti í skíðaleigunni í Hlíðarfjalli verða að panta búnaðinn fyrirfram, þá verður mun fljótlegra að fá skíðin afgreidd [Meira...]
Mikið var um dýrðir á sprengidagshátíð grunnskólans. Kynjaverur af öllum stærðum og gerðum svifu um skólann ýmist í draugaherbergjum, hjá spákonum, í marseringu eða borðandi pitsur. Að sjálfsögðu var kötturinn sleginn úr tunnunni. Hér má sjá myndir frá hátíðinni.
Mánudaginn 20. febrúar var Upplestrarhátíð Hrafnagilsskóla haldin á bókasafninu en á hverju ári æfa nemendur 7. bekkjar sig í upplestri frá Degi íslenskrar tungu, 16. nóvember, og fram að hátíðinni. Valdir voru tveir aðal fulltrúar og tveir varamenn og voru það að þessu sinni Hildur Marín [Meira...]
Haldin verður sprengidagsskemmtun í Hrafnagilsskóla þriðjudaginn 28. febrúar 2017 frá kl. 13:30-15:45. Skólabílar keyra nemendur heim að skemmtun lokinni. Sjoppan verður opin og nemendur á unglingastigi selja þar pítsur, sælgæti, svala og gos. Dæmi um verð í sjoppunni; pítsusneið 350 kr. gos 300 kr. svali 150 [Meira...]
Þriðjudaginn 14. febrúar kom Hrafnagilsskóli við sögu í þættinum, Að Norðan, á sjónvarpsstöðinni N4. Nemendur 6. bekkjar voru í útikennslu hjá Höddu smíðakennara. Við erum afskaplega stolt af útikennslunni í skólanum og aðstöðunni í Aldísarlundi og gaman að fjölmiðlar sýni skólanum áhuga. Hér er að finna [Meira...]
Í síðasta sveitapósti var auglýsing þar sem við auglýstum eftir garnafgöngum í smíðastofuna. Sveitungar brugðust vel við og heilmikið af garni streymdi til okkar. Þökkum við kærlega fyrir skjót og góð viðbrögð. Á meðfylgjandi myndum má sjá sýnishorn af þeim snærum sem unnin hafa verið úr [Meira...]