Í haust var haldin matreiðslukeppni meðal nemenda á unglingastigi í matreiðsluvali. Nemendum var skipt í fjóra hópa og skipulagði hver hópur og eldaði aðalrétt þar sem hráefnið var kjúklingur og eftirrétt þar sem epli komu við sögu.
Í dómnefnd var auk skólastjórnenda Snæbjörn Kristjánsson kokkur.
Vinningsréttirnir voru síðan á boðstólnum í mötuneytinu í vikunni og vinningshafarnir aðstoðuðu við eldamennskuna.
Þarna var á ferðinni skemmtilegt framtak Þóru Víkingsdóttur heimilisfræðikennara og góð samvinna við mötuneytið.