Fannar Nói með húsið

Hrafnagilsskóli fjárfesti í þrívíddarprentara og vínylskera síðastliðið vor .  Undanfarnar vikur hafa nemendur verið að ná tökum á þeirri tækni sem þarf til að þróa og hanna hluti sem hægt er að prenta út. Hér sjáum við tvo af þeim hlutum sem Fannar Nói Þorvaldsson í 8. bekk hefur hannað en hann hefur náð mjög góðum tökum á þrívíddarhönnun.