Síðastliðinn mánudag fóru Hreiðar Hreiðarsson og Mikael Gestsson, nemendur í 9. bekk, ásamt kennurum sínum í Lundarskóla á Akureyri til að keppa í Legó sumo. Legó Sumo-keppni byggir á því að ýta farartæki andstæðingsins út fyrir hringlaga keppnissvæðið. Sex lið frá þremur skólum kepptu og var [Meira...]
Þriðjudaginn 6. febrúar mun Sigga Dögg kynfræðingur koma í Hrafnagilsskóla með fræðslu fyrir nemendur, foreldra og kennara. Milli klukkan 12:00 og 13:00 verður fyrirlestur fyrir foreldra á bókasafninu en hann er á vegum skólans og foreldrafélagsins. Við hvetjum ykkur til að mæta.
Árshátíð unglingastigsins var haldin í kvöld með pompi og prakt. Að þessu sinni var leiksýningin Gauragangur í styttri útgáfu. Eftir leiksýninguna var boðið upp á kaffi og bakkelsi og síðan var dansað fram á nótt. Þrátt fyrir óvenju mikil veikindi í unglingahópnum undanfarna daga heppnaðist sýningin [Meira...]
Árshátíð unglingastigs verður haldin í Laugarborg föstudaginn 19. janúar n.k. Hún hefst kl. 20.00 og stendur til kl. 23.30. Ekið er heim að balli loknu. Nemendur í 8., 9. og 10. bekk sýna stytta útgáfu af Gauragangi og kennarar á unglingastigi leikstýra. Auk þess að leika, [Meira...]
Miðvikudadaginn 20. desember eru litlu jólin í Hrafnagilsskóla milli kl. 10:00-12:00. Á litlu jólunum höfum við þann háttinn á að 1.-7. bekkingar hittast í heimastofum og fara með kennara í íþróttasalinn. Nemendur 4. bekkjar flytja helgileik og allir ganga í kringum jólatré. Hver veit nema skrítnir [Meira...]
Smákökusalan gekk vel í dag föstudaginn 8. desember. Einhverjir báðu um að fá að koma með peninga eftir helgi og er það í góðu lagi. Í næstu viku verður peningunum komið til Mæðrastyrksnefndar.