Eins og venjulega var mikið um dýrðir á sprengidagshátíð grunnskólans. Kynjaverur af öllum stærðum og gerðum svifu um skólann ýmist í draugaherbergjum, hjá spákonum, í marseringu eða borðandi pitsur. Að sjálfsögðu var kötturinn sleginn úr tunnunni. Vegna sóttvarnaraðgerða var sprengidagshátíðinni skipt upp í tvö svæði. Hér [Meira...]
Sprengidagshátíð verður haldin í Hrafnagilsskóla þriðjudaginn 16. febrúar milli kl. 13:20-15:20. Skólabílar keyra nemendur heim að skemmtun lokinni. Hátíðin í ár verður með öðru sniði en venjulega þar sem skólanum verður skipt í tvö sóttvarnarhólf þar sem nemendur miðstigs verða í öðru og nemendur á yngsta [Meira...]
Fimmtudaginn 11. febrúar næstkomandi verður árshátíð miðstigs Hrafnagilsskóla. Nemendur völdu að gera stuttmynd þar sem ekki er hægt að halda hefðbundna sýningu sökum samkomutakmarkana. Stuttmyndin er byggð á myndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga (sem gerist að hluta til á Húsavík og skartar [Meira...]
Föstudaginn 15. janúar næstkomandi verður árshátíð unglingastigs. Nemendur völdu að setja upp leikritið Dýrin í Hálsaskógi eftir Thorbjörn Egner. Vegna samkomutakmarkana geta þeir ekki haldið sýninguna með hefðbundnum hætti og ætla því að taka hana upp með áhorfendum úr skólanum. Allir nemendur unglingastigs taka þátt í [Meira...]
Þriðjudaginn 5. janúar hefst skóli að nýju eftir jólafrí. Fyrstu vikuna og fram til þriðjudaginn 12. janúar höfum við sama skipulag og var fyrir jól. Skólinn opnar klukkan 8:00 og lýkur kennslu klukkan 12:40 alla daga. Frístund verður opin frá 12:40 - 16:00 eins og áður. [Meira...]
Nú erum við komin í kærkomið jólafrí í Hrafnagilsskóla og óskum við ykkur öllum gleðilegra jóla. Skóli hefst að nýju þriðjudaginn 5. janúar. Enn er óljóst hvaða fyrirkomulag verður á skólahaldi þegar við mætum á nýju ári en við tökum á því þegar þar að kemur. [Meira...]