Á þemadögum unnu nemendur skólans að ýmsum verkefnum þar sem þemað var tíminn. Afrakstur þeirrar vinnu var svo sýndur á Degi íslenskrar tungu. Nemendur bjuggu til heimildamyndband þar sem tímaásinn var 1972-2022. Einnig gerðu nemendur skólablað í anda gömlu góðu skólablaðanna. Hægt er að skoða það í vefútgáfu og í pdf formi.

 

 

Nemendur á þriðju stöðinni hönnuðu og bjuggu til þrjú líkön sem sýna húsnæði skólans á ýmsum byggingarstigum. Hér eru nokkrar myndir af þessum glæsilegu líkönum.