Á þemadögum unnu nemendur skólans að ýmsum verkefnum þar sem þemað var tíminn. Afrakstur þeirrar vinnu var svo sýndur á Degi íslenskrar tungu. Nemendur bjuggu til heimildamyndband þar sem tímaásinn var 1972-2022. Einnig gerðu nemendur skólablað í anda gömlu góðu skólablaðanna. Hægt er að skoða það í vefútgáfu og í pdf formi.

 

 

Nemendur á þriðju stöðinni hönnuðu og bjuggu til þrjú líkön sem sýna húsnæði skólans á ýmsum byggingarstigum. Hér eru nokkrar myndir af þessum glæsilegu líkönum.

  • Nemendur í 6. og 7. bekk fóru í vettvangsferð í Listasafnið á Akureyri fyrir helgi. Hlynur safnstjóri og Pálína fræðslufulltrúi safnsins tóku á móti bekkjunum og skoðuðu nemendur sýningar frá Agli Loga Jónssyni „þitt besta er ekki nóg”, Rebekku Kühnis „Innan víðáttunnar” og „Gjöfin til íslenzkrar alþýðu”. Krakkarnir höfðu m.a.  tækifæri til að sjá eitt [Meira...]

  • Blásið var til 50 ára afmælishátíðar skólans á Degi íslenskrar tungu 16. nóvember.Öllu var tjaldað til á hátíðardagskrá þar sem kynnar af unglingastigi, í íslenskum þjóðbúningum, rifjuðu upp sögur úr skólastarfinu, fóru yfir forvitnilegar staðreyndir og kynntu dagskrárliði. Ein skemmtileg staðreynd er sú að 30% foreldra eru fyrrverandi nemendur skólans og það sama á við [Meira...]

  • Á þemadögum unnu nemendur skólans að ýmsum verkefnum þar sem þemað var tíminn. Afrakstur þeirrar vinnu var svo sýndur á Degi íslenskrar tungu. Nemendur bjuggu til heimildamyndband þar sem tímaásinn var 1972-2022. Einnig gerðu nemendur skólablað í anda gömlu góðu skólablaðanna. Hægt er að skoða það í vefútgáfu og í pdf formi.   https://www.youtube.com/watch?v=CfKQ9SZMroA   [Meira...]