• Published On: 6.september 2024

    Þriðjudaginn 3. september sl. var útivistardagur hjá Hrafnagilsskóla þar sem nemendur nutu útiveru og hreyfingar í fallegu umhverfi. Nemendur í 1.-4. bekk fóru í fjöruferð að Gásum þar sem þeir könnuðu náttúruna og lærðu um umhverfið. Nemendur í 5.-10. bekk gátu valið á milli þriggja mismunandi leiða sem allar byrjuðu við Öngulsstaði. Hópar gengu upp [Meira...]

Categories
    Featured posts
    Editor's pick
    • Nemendum í 6. og 7. bekk voru í þessari viku afhentar microbit tölvur. Það er liður í átaksverkefni sem ráðist hefur verið í til að efla forritunarkennslu í grunnskólum á Íslandi. Verkefnið er samstarf Mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Menntamálastofnunar, RÚV, Samtaka iðnaðarins og fyrirtækja sem samtökunum tengjast. Skólinn nauð aðstoðar tveggja tölvunarfræðinga, þeirra Péturs Elvars Sigurðssonar [Meira...]

    • 27. október ár hvert er alþjóðlegur bangsadagur. Í mörg ár hefur bókasafnskennari Hrafnagilsskóla hún Margrét Aradóttir haldið uppi heiðri bangsanna og minnt okkur hin á bangsadaginn með því að fylla bókasafnið af böngsum í öllum stærðum og gerðum. Einnig hefur hún í tilefni af bangsadeginum stillt upp bangsabókum og sögum af böngsum á bókasafninu. Þetta [Meira...]

    • Fimmtudaginn 20. október birtist myndbrot frá Hrafnagilsskóla í krakkafréttum í Ríkissjónvarpinu. Í myndbrotinu svara nokkrir nemendur spurningunni  ,,af hverju er gott að fá að kjósa?" Síðan skoraði allur nemendahópurinn á Árskóla á Sauðárkróki að svara næstu spurningu. Hér má finna slóðina á krakkafréttir http://www.ruv.is/sarpurinn/ruv/krakkafrettir/20161020

    • Í vinnustund á unglingastigi í vikunni var ljósmyndamaraþon. Nemendum var skipt í aldursblandaða hópa og áttu þeir að taka myndir sem lýstu ákveðnum hugtökum. Hugtökin voru m.a. fegurð, jafnrétti, fjölmenning, reiði, þríhyrningur o.s.frv. Allir hópar áttu að senda myndirnar í möppu inni á ,,google-classroom“. Myndir úr maraþoninu má sjá hér. [Meira…]