Unglingastig Hrafnagilsskóla vinnur að þemaverkefni um íslenskan sjávarútveg. Nemendur skoða fisktegundir, sjávarútvegsfyrirtæki og vinna með orðaforða tengdan hafinu.
Categories
Featured posts
maí 29, 2019
apríl 12, 2019
apríl 8, 2019
Editor's pick
Mikið var um dýrðir á sprengidagshátíð grunnskólans. Kynjaverur af öllum stærðum og gerðum svifu um skólann ýmist í draugaherbergjum, hjá spákonum, í marseringu eða borðandi pitsur. Að sjálfsögðu var kötturinn sleginn úr tunnunni. Hér má sjá myndir frá hátíðinni.
Mánudaginn 20. febrúar var Upplestrarhátíð Hrafnagilsskóla haldin á bókasafninu en á hverju ári æfa nemendur 7. bekkjar sig í upplestri frá Degi íslenskrar tungu, 16. nóvember, og fram að hátíðinni. Valdir voru tveir aðal fulltrúar og tveir varamenn og voru það að þessu sinni Hildur Marín og Anna Hlín en varamenn Járnbrá Karítas og Sigrún [Meira...]
Haldin verður sprengidagsskemmtun í Hrafnagilsskóla þriðjudaginn 28. febrúar 2017 frá kl. 13:30-15:45. Skólabílar keyra nemendur heim að skemmtun lokinni. Sjoppan verður opin og nemendur á unglingastigi selja þar pítsur, sælgæti, svala og gos. Dæmi um verð í sjoppunni; pítsusneið 350 kr. gos 300 kr. svali 150 kr. súkkulaðistykki á bilinu 130-200 kr. lakkrísrúllur 120 kr. [Meira...]
Þriðjudaginn 14. febrúar kom Hrafnagilsskóli við sögu í þættinum, Að Norðan, á sjónvarpsstöðinni N4. Nemendur 6. bekkjar voru í útikennslu hjá Höddu smíðakennara. Við erum afskaplega stolt af útikennslunni í skólanum og aðstöðunni í Aldísarlundi og gaman að fjölmiðlar sýni skólanum áhuga. Hér er að finna slóðina til að nálgast þáttinn. http://http://www.n4.is/is/thaettir/file/utikennsla-a-hrafnagili-i-eyjafjardarsveit