Almannavarnir ríkisins hafa gefið út appelsínugula viðvörun fyrir morgundaginn þar sem útlit er fyrir mjög slæmt veður um allt land. Með tilliti til þess hefur sú ákvörðun verið tekin að fella allt skólahald niður föstudaginn 14. febrúar. Mögulegt er að óveðrið verði ekki skollið á snemma í fyrramálið en útlit er fyrir að versta veðrið verði á vinnu- og skólatíma. Af þessum ástæðum verður engin starfsemi í Hrafnagilsskóla á morgun, bókasafn og frístund lokuð og engar íþróttir á vegum Samherja. Einnig hefur verið ákveðið að fresta tölvuklúbbi á vegum félagsmiðstöðvar sem átti að vera annað kvöld.