Nemendur á unglingastigi í Hrafnagilsskóla heimsóttu frystihús Samherja á Dalvík til að fræðast um hátækni og sjálfbærni í sjávarútvegi. Þeir sýndu mikinn áhuga og fengu hrós fyrir framkomu. Skólinn þakkar Samherja fyrir góðar móttökur og fræðandi kynningu.
Categories
Featured posts
janúar 8, 2020
janúar 8, 2020
desember 18, 2019
Editor's pick
Nemendur á miðstigi tóku þátt í kosningum í Hrafnagilsskóla í vikunni. Tilefni kosninganna var að velja leikrit fyrir árshátíð miðstigs sem verður 16. mars 2018. Valið stóð á milli fjögurra leikverka og var kosningin mjög formleg. Nemendur stóðu í röð frammi á gangi og fengu einungis þrír að fara inn í stofuna í einu til [Meira...]
Hrafnagilsskóli hlýtur gæðaviðurkenningu eTwinning fyrir þátttöku í verkefninu Bookit 2017. Verkefnið fólst í því að nemendur þáverandi 7. bekkjar lásu eina bók og gerðu svo handrit og myndband í tengslum við efni hennar. Upphafskona verkefnisins var Rósa Harðardóttir en þeir kennarar sem tóku þátt fyrir hönd Hrafnagilsskóla voru Jóhanna Dögg Stefánsdóttir og Hans Rúnar Snorrason [Meira...]
Bleiki dagurinn verður haldinn hátíðlegur föstudaginn 13. október 2017 um land allt. Bleiki dagurinn hefur notið sívaxandi vinsælda undanfarin ár í hinum bleika októbermánuði. Þennan dag hvetur Krabbameinsfélagið alla landsmenn til að sýna samstöðu, klæðast bleiku og hafa bleikt í fyrirrúmi. Gaman væri ef einhverjir hefðu þetta í huga fyrir morgundaginn en að sjálfsögðu er [Meira...]
Þetta skemmtilega verkefni var unnið í útikennslu nemenda í 2. bekk. Fyrir ári síðan var nemendum kennt að vefa úr garni í textílmennt en nú ári seinna var ákveðið að rifja upp þá kunnáttu og færa út í náttúruna. Nemendur höfðu gaman að þessari vinnu og afraksturinn eru þessi fallegu listaverk.