Veðurhvellur gekk yfir í gærkvöldi og nótt með snjókomu og ófærð. Það er víða ófært í Eyjafjarðarsveit og samkvæmt veðurspá gæti átt eftir að snjóa meira og hvessa seinna í dag.
Engir skólabílar keyra í dag vegna ófærðar. Hrafnagilsskóli verður opinn fyrir þá sem komast en stundaskrá mun eitthvað raskast.

Við biðjum foreldrar að meta aðstæður á hverjum stað og láta skólann vita ef barn/ börn þeirra mæta ekki í skólann með því að hringja í 4648100 eða senda póst á hrafnagilsskoli@krummi.is