Foreldrafélag Hrafnagilsskóla ákvað í haust að gefa nemendum gjöf sem myndi nýtast í frímínútum og frjálsum tíma. Stjórn félagsins óskaði eftir tillögum frá nemendum og eftir umræður og hópavinnu á unglingastigi kom í ljós að mikill meirihluti nemenda óskaði eftir þythokkýborði. Það leið ekki á löngu þar til glæsilegt þythokkýborð var komið í Hyldýpið sem [Meira...]
Categories
Featured posts
febrúar 19, 2020
febrúar 13, 2020
febrúar 13, 2020
Editor's pick
Mikið var um dýrðir á sprengidagshátíð grunnskólans. Kynjaverur af öllum stærðum og gerðum svifu um skólann ýmist í draugaherbergjum, hjá spákonum, í marseringu eða borðandi pitsur. Að sjálfsögðu var kötturinn sleginn úr tunnunni. Hér má sjá um 300 myndir frá hátíðinni.
Síðastliðinn mánudag fóru Hreiðar Hreiðarsson og Mikael Gestsson, nemendur í 9. bekk, ásamt kennurum sínum í Lundarskóla á Akureyri til að keppa í Legó sumo. Legó Sumo-keppni byggir á því að ýta farartæki andstæðingsins út fyrir hringlaga keppnissvæðið. Sex lið frá þremur skólum kepptu og var keppninni skipt í tvo flokka, annars vegar með fjarstýrðum [Meira...]
Þriðjudaginn 6. febrúar mun Sigga Dögg kynfræðingur koma í Hrafnagilsskóla með fræðslu fyrir nemendur, foreldra og kennara. Milli klukkan 12:00 og 13:00 verður fyrirlestur fyrir foreldra á bókasafninu en hann er á vegum skólans og foreldrafélagsins. Við hvetjum ykkur til að mæta.
Árshátíð unglingastigsins var haldin í kvöld með pompi og prakt. Að þessu sinni var leiksýningin Gauragangur í styttri útgáfu. Eftir leiksýninguna var boðið upp á kaffi og bakkelsi og síðan var dansað fram á nótt. Þrátt fyrir óvenju mikil veikindi í unglingahópnum undanfarna daga heppnaðist sýningin ákaflega vel. Hægt er að horfa á afraksturinn í [Meira...]