Hrafnagilsskóli hefur gefið út nýtt fréttabréf fyrir nóvember 2024. Þar er fjallað um ýmsa þætti skólastarfsins, þar á meðal: Uppfærslu á heimasíðu og skólanámskrá. Niðurstöður könnunar um foreldrastefnumót. Hlutverk iðjuþjálfa í skólanum. Ýmsa viðburði sem eru framundan, s.s. Litlu jól og uppskeruhátíð á unglingastigi. Fréttabréfið má lesa í heild sinni á meðfylgjandi slóð. Einnig er [Meira...]
Categories
Featured posts
mars 11, 2020
febrúar 25, 2020
febrúar 19, 2020
Editor's pick
Senn lýkur danskennslu hjá nemendum í 1.-4. bekk í Hrafnagilsskóla og elsta árgangi í Krummakoti. Af því tilefni verður danssýning í íþróttahúsi skólans þriðjudaginn 17. apríl kl. 13:00. Þar sýna nemendur hvað þeir hafa lært undanfarnar vikur hjá Elín Halldórsdóttur danskennara. Allir hjartanlega velkomnir.
Nú hafa nemendur á mið- og yngsta stigi haldið árshátíðir sínar. Þær heppnuðust báðar glimrandi vel og voru nemendum til mikils sóma. Upptökur af þeim eru komnar á netið og hægt er að sjá þær hér að neðan. Árshátíð yngstastigs 2018 - Álfar Hátíðin var haldin í Laugarborg föstudaginn 2. mars. Nemendur yngsta stigs [Meira...]
Árshátíð miðstigs Hrafnagilsskóla verður haldin í Laugarborg, föstudaginn 16. mars og hefst kl. 19:30. Dagskráin hefst á tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Eyjafjarðar og að því loknu sýna nemendur í 5., 6. og 7. bekk stytta útgáfu af leikritinu ,,Óvitum“ eftir Guðrúnu Helgadóttur. Að loknum skemmtiatriðum verður boðið upp á hressingu og síðan verður stiginn dans og [Meira...]
Hátíðin verður haldin í Laugarborg föstudaginn 2. mars frá klukkan 13:00—15:00. Nemendur yngsta stigs sýna leikrit um álfa. Stórsveit 4. bekkinga flytur tónlistaratriðið sem flutt var á Nótunni, uppskeruhátíð tónlistarskólanna. Að loknum skemmtiatriðum stjórnar Elín Halldórsdóttir dansi. Aðgangseyrir er 1.400 kr. fyrir 16 ára og eldri og frítt fyrir börn sem ekki eru byrjuð [Meira...]