Skólaslit Hrafnagilsskóla

Skólaslit Hrafnagilsskóla fara fram í íþróttahúsinu þriðjudagskvöldið 5. júní kl. 20:00. Fólk er beðið að huga að því hvort skólabækur eða bókasafnsbækur hafi gleymst heima og koma þeim til skila. Einnig eru þeir sem eiga eftir og ætla að skila UNICEF-áheitum hvattir til að skila þeim til ritara.
Óskilamunir verða til sýnis og eru allir hvattir [Meira…]

2018-06-04T15:35:31+00:004.júní 2018|

Vinnudagur miðvikudaginn 30. maí

Komin er ný tímasetning fyrir vinnudag í skólanum.
Foreldrafélag Hrafnagilsskóla í samstarfi við
starfsfólk Hrafnagilsskóla stendur fyrir
vinnudegi á skólalóðinni miðvikudaginn 30. maí kl. 16:00 – 18:30.

Stefnan er að laga og mála skipið góða og húsin við
sandkassann. Hrafnagilsskóli leggur til málningu, annað efni og
verkfæri. Allir velkomnir.

2018-05-28T11:25:51+00:0028.maí 2018|

Vinnudagur í Hrafnagilsskóla

Foreldrafélag Hrafnagilsskóla í samstarfi við
starfsfólk Hrafnagilsskóla stendur fyrir
vinnudegi á skólalóðinni laugardaginn 26. maí
frá kl 10:00 – kl 14:00

Stefnan er að laga og mála skipið góða og húsin við
sandkassann. Hrafnagilsskóli leggur til málningu, annað efni og
verkfæri. Elmar og Davíð húsverðir stýra vinnunni.

Tilvalið að nota ferðina á kjörstað til að leggja hönd á plóg.

Í samstarfi við fjáröflun [Meira…]

2018-05-25T11:43:48+00:0025.maí 2018|
Go to Top