Árshátíð miðstigs 2019

Árshátíð miðstigs Hrafnagilsskóla verður haldin í Laugarborg, fimmtudaginn 14. febrúar kl. 19:30.

Dagskráin hefst á tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Eyjafjarðar og að því loknu sýna nemendur í 5., 6. og 7. bekk stytta útgáfu af leikritinu um Emil í Kattholti eftir Astrid Lindgren.

Að loknum skemmtiatriðum verður boðið upp á hressingu og síðan verður stiginn dans og mun [Meira…]

2019-02-06T15:09:04+00:006.febrúar 2019|

Árshátíð unglingastigs

Árshátíð unglingastigs verður haldin í Laugarborg föstudaginn 18. janúar n.k. Hún hefst kl. 20:00 og stendur til kl. 23:30. Ekið er heim að balli loknu.

Árshátíðin hefst á tveimur tónlistaratriðum og að þeim loknum sýna nemendur í 8., 9. og 10. bekk stytta útgáfu af Shrek og það eru kennarar [Meira…]

2019-01-15T08:21:16+00:0015.janúar 2019|

Jólakveðja

Við óskum nemendum okkar, foreldrum / forráðamönnum og

sveitungum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Hjartans þakkir fyrir árið sem er að líða.

Skóli hefst að nýju fimmtudaginn 3. janúar klukkan 8:15.
Jólakveðjur,
starfsfólk Hrafnagilsskóla.

2018-12-20T12:54:36+00:0020.desember 2018|

Danssýning í Hrafnagilsskóla

Senn lýkur danskennslu hjá nemendum í 5.-10. bekk í Hrafnagilsskóla. Af því tilefni verður danssýning í íþróttahúsi skólans föstudaginn 30. nóvember kl. 13:10. Þar sýna nemendur hvað þeir hafa lært undanfarnar vikur hjá Elínu Halldórsdóttur danskennara. Þennan dag verður sparifatadagur hjá öllum nemendum skólans í tilefni af aldarafmæli fullveldis Íslands.

Allir hjartanlega velkomnir.

2018-11-26T12:43:53+00:0026.nóvember 2018|

Hernámsárin skemmtun-kaffihús-bíó-dansiball

Föstudaginn 16. nóvember verður dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur í Hrafnagilsskóla. Í tilefni af 30 ára afmæli Tónlistarskóla Eyjafjarðar vinna fjórir skólar saman á þemadögum og sýna afraksturinn þennan dag. Skólarnir þrír auk Hrafnagilsskóla eru Þelamerkurskóli, Grenivíkurskóli og Tónlistarskóli Eyjafjarðar. Hátíðin hefst klukkan 13:00 í íþróttasal skólans og stendur til kl. 15:00.
Nemendur flytja í tali [Meira…]

2018-11-09T16:01:27+00:009.nóvember 2018|
Go to Top