Eyjólfur Örn Jónsson - Eigandi myndar Ingvi Hrannar Ómarsson
Eyjólfur Örn Jónsson - Eigandi myndar Ingvi Hrannar Ómarsson

Eyjólfur Örn Jónsson – Eigandi myndar Ingvi Hrannar Ómarsson

Foreldrafélag Hrafnagilsskóla og Hrafnagilsskóli standa fyrir fyrirlestri með Eyjólfi Erni Jónssyni sálfræðingi um hættur netsins og netfíkn. Mikil umræða hefur verið um netfíkn og rannsóknir sýna að vandamálið fer vaxandi. Börn og unglingar eru sérstaklega útsett fyrir þessum vanda og því mikilvægt að foreldrar skilji vandann og viti hvað best sé að gera í málinu. Reglur um netnotkun ættu að vera jafn sjálfsagðar og umferðarreglur. Með réttri vitneskju og nálgun eiga allir að geta notið netsins og alls sem að það hefur upp á að bjóða án vandkvæða.

Fyrirlesturinn er opinn öllum foreldrum og forráðamönnum nemenda Hrafnagilsskóla og verður hann haldinn á bókasafni skólans milli klukkan 12.00 og 13.00 fimmtudaginn 21. mars.

Þennan sama morgun verður fyrirlesturinn haldinn fyrir nemendur í 5.-10. bekk.