Söfnun fyrir góðu málefni

Krakkar á unglingastigi Hrafnagilsskóla standa fyrir söfnum núna í desember. Að þessu sinni verður safnað fyrir stúlknaathvarfi í Bólivíu en á haustdögum fékk unglingastigið kynningu á því hjálparstarfi. Á föstudaginn 14. desember verða til sölu súkkulaðibitakökur fyrir alla nemendur skólans á 200 krónur. Þeir sem sjá sér fært geta sent 200 krónur með börnum sínum [Meira…]

2012-12-11T12:34:30+00:0011.desember 2012|

Myndbönd frá fréttastöð og fleira

Vegna tæknilega örðugleika gátum við ekki sýnt myndband frá fréttastofunni miklu á Degi íslenskrar tungu í dag. Myndbandið var með úrvali frá þemadögunum. Í staðinn ætlum við að hafa nokkuð ítarlegri útgáfur. Hér koma nokkur myndbönd sem voru gerð á þemadögunum. Eitt fréttamyndband á eftir að koma.

Síðasta myndbandið:

2012-11-20T11:16:25+00:0017.nóvember 2012|

Fréttahópur – Allt að smella

Í gær var lögð lokahönd á verkefni dags íslenskrar tungu. Nemendur hafa unnið ýmis verkefni tengt hrafninum síðustu daga. Meðal verkefna hafa nemendur fjallað um hrafninn, myndskreytt ljóð, gert leikmyndir og búninga fyrir leiklistarhópana sem eru þrír talsins. Þeir munu svo flytja fyrir ykkur leikrit tengt hrafninum í dag. Mikil samvinna hefur verið milli nemenda [Meira…]

2012-11-16T09:19:03+00:0016.nóvember 2012|
Go to Top