clip_image003fimmtudagskvöldið 6. desember kl. 20:00 – 22:00 verður jólakortakvöld fyrir börn (og foreldra) á miðstigi.

Komið með lím, skæri og skraut, kort verða seld á staðnum á vægu verði. Ath. Að hafa pening meðferðis. Kortin verða seld á 30-50 kr.stk.

Kaffi og heitt súkkulaði verður í boði Foreldrafélagsins en smákökur og annað góðgæti væri vel þegið að heiman. Við hvetjum alla foreldra/aðstandendur til að mæta og eiga notalega kvöldstund með börnunum.

Kveðja,
Bekkjarfulltrúar miðstigs og Foreldrafélagið