Nemendur 7. bekkjar lesa fyrir leikskólabörnin

Eftir áramót hafa nemendur 7. bekkjar farið til skiptis í heimsókn í leikskólann Krummakot og lesið fyrir börnin þar. Bæði eldri og yngri hafa gaman af og er þetta líka liður í æfingum nemenda fyrir Stóru upplestrarkeppnina. Á meðfylgjandi myndum sjást þeir Jóhann og Tristan lesa.

[Meira…]

2017-09-29T14:48:08+00:0022.janúar 2013|

Gleðileg jól

Við óskum nemendum og fjölskyldum þeirra, sveitungum og vinum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári, með þökkum fyrir  samstarf á árinu sem er að líða.

Skólastarf hefst að nýju í Hrafnagilsskóla mánudaginn 7. janúar samkvæmt stundaskrá.

Jólakveðja, starfsfólk Hrafnagilsskóla

Hér er að finna nokkrar myndir frá hátíðarkvöldverði [Meira…]

2017-09-29T14:48:08+00:0022.desember 2012|

Síðustu dagar fyrir jólafrí

Þessa síðustu daga fyrir jólafrí verður skólastarf með nokkuð óhefðbundnu sniði. Skólabækur eru lagðar til hliðar en þess í stað er starfið brotið upp. Meðal annars er farið í kakóferðir upp í Aldísarlund, spiluð félagsvist og unglingastig fer í bæjarferð svo fátt eitt sé nefnt. Við viljum minna á nokkur hagnýt atriði.

[Meira…]

2012-12-17T13:42:44+00:0017.desember 2012|
Go to Top