Stóra upplestarkeppnin hér innanhúss fór fram á bókasafninu í gær, fimmtudag. Að venju voru það nemendur í sjöunda bekk sem tóku þátt og hefur undirbúningur fyrir keppnina staðið síðan í október. Nemendur fengu úthlutaða bókatexta sem þeir lásu auk þess sem þeir völdu ljóð til upplestrar. [Meira...]
Katrín Árnadóttir, móðir Ídu – 9 ára stúlku á Akureyri með Downs-heilkenni – ræddi fyrst við yngri nemendur á sal um heilkennið, orsök þess, helstu einkenni og hvernig daglegt líf með Ídu gengur fyrir sig. Nemendur sýndu mikinn áhuga og spurðu fjölmargra spurninga, þó margar þeirra [Meira...]
Í vetur hefur verið í boði spennandi valgrein fyrir nemendur á unglingastigi þar sem markmiðið er að undirbúa þau fyrir Skólahreysti. Nemendur hafa æft af miklum metnaði í keppnisgreinum Skólahreystis: Armbeygjum, hreystigripi, dýfum, upphífingum og hreystibraut. Mikil áhersla er lögð á styrktar- og þolæfingar til að [Meira...]
Hyldýpi sendi fríðan flokk unglinga á undankeppni Söngkeppni Samfés, NorðurOrg, síðast liðinn föstudag. Var keppnin haldin í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. 26 unglingar fóru úr Hyldýpi ásamt tveimur starfsmönnum. Anna Guðlaug Gunnbjörnsdóttir tók þátt í í keppninni fyrir hönd Hyldýpis, komst ekki áfram að þessu sinni en [Meira...]
Eins og fram kemur á skóladagatalinu stóð til að skíðaferðin okkar í Hlíðarfjall yrði þriðjudaginn 18. mars. Þar sem veður og snjóskortur setja strik í reikninginn ætlum við að færa ferðina fram til fimmtudagsins 13. mars og vonumst til þess að geta átt góðan dag í [Meira...]
Föstudaginn 28. febrúar var haldin árshátíð yngsta stigs Hrafnagilsskóla í Laugarborg. Nemendur sýndu styttri útgáfu af leikritinu „Sagan af bláa hnettinum", sem fjallar um hálfgerð villibörn sem búa á bláum hnetti lengst úti í geimnum og ævintýri þeirra. Börnin stóðu sig frábærlega í hlutverkum sínum og [Meira...]