Skólasetning 22. ágúst klukkan 13:00

Þriðjudaginn 22. ágúst hefst nýtt skólaár með skólasetningu í íþróttahúsi kl. 13:00. Foreldrar eða forráðamenn mæta með barni sínu. Nemendur fara að sínum heimastofum og ganga með umsjónarkennara inn í salinn en foreldrar og forráðamenn sitja uppi í stúku.Eftir athöfnina ganga umsjónarkennarar með hópana sína í [Meira...]

14.ágúst 2023|

Skráning nýrra nemenda í Hrafnagilsskóla, vorið 2023.

Dagana 2. – 5. maí stendur yfir skráning nýrra nemenda í Hrafnagilsskóla. Foreldrar og forráðamenn eru beðnir um að skrá nemendur í verðandi 1. bekk (börn fædd 2017) og einnig aðra nýja nemendur sem væntanlegir eru í skólann næsta haust. Á sama tíma er tekið á [Meira...]

24.apríl 2023|

Fræðsla og umræður frá foreldri til foreldra

Sunnudagskvöldið 12. mars kl. 20.30 stendur Foreldrafélag Hrafnagilsskóla fyrir fræðslu um forvarnir gegn fíkniefnum. Hildur H. Pálsdóttir leiðir fræðsluna og er fyrirlesturinn unninn út frá hennar eigin reynslu sem foreldri og einnig út frá spurningum nemenda. Fyrirlesturinn verður í stofu 7 (á miðstigsgangi).

10.mars 2023|

Skíðaferðin verður miðvikudaginn 8. mars

Skjótt skipast veður í lofti. Eins og allir vita gátum við ekki farið í Hlíðarfjall í morgun eins og áætlað var. Í staðinn förum við í fyrramálið og verður tilhögun alveg eins og hún átti að vera í dag, t.d. leiga á skíðabúnaði, rútur og nesti. [Meira...]

7.mars 2023|
Go to Top