Í gær héldu nemendur í 5.–10. bekk Hrafnagilsskóla glæsilega danssýningu í íþróttahúsi skólans. Nemendur hafa undanfarnar vikur æft dansatriði undir leiðsögn Elínar Halldórsdóttur danskennara og sýndu þeir afrakstur æfinganna við góðar undirtektir áhorfenda. Á sýningunni var að vanda fjölbreytt dansdagskrá þar sem hæfileikar nemenda fengu að [Meira...]
Hrafnagilsskóli hefur gefið út nýtt fréttabréf fyrir nóvember 2024. Þar er fjallað um ýmsa þætti skólastarfsins, þar á meðal: Uppfærslu á heimasíðu og skólanámskrá. Niðurstöður könnunar um foreldrastefnumót. Hlutverk iðjuþjálfa í skólanum. Ýmsa viðburði sem eru framundan, s.s. Litlu jól og uppskeruhátíð á unglingastigi. Fréttabréfið má [Meira...]
Foreldrafélag Hrafnagilsskóla ákvað í haust að gefa nemendum gjöf sem myndi nýtast í frímínútum og frjálsum tíma. Stjórn félagsins óskaði eftir tillögum frá nemendum og eftir umræður og hópavinnu á unglingastigi kom í ljós að mikill meirihluti nemenda óskaði eftir þythokkýborði. Það leið ekki á löngu [Meira...]
Senn lýkur danskennslu hjá nemendum í 5.-10. bekk í Hrafnagilsskóla. Af því tilefni verður danssýning í íþróttahúsi skólans föstudaginn 22. nóvember kl. 13:10. Þar sýna nemendur hvað þeir hafa lært undanfarnar vikur hjá Elínu Halldórsdóttur danskennara og gaman væri að sjá nemendur í ,,betri fötunum” þennan [Meira...]
Nemendur á unglingastigi í Hrafnagilsskóla heimsóttu frystihús Samherja á Dalvík til að fræðast um hátækni og sjálfbærni í sjávarútvegi. Þeir sýndu mikinn áhuga og fengu hrós fyrir framkomu. Skólinn þakkar Samherja fyrir góðar móttökur og fræðandi kynningu.
Hrafnagilsskóli heldur hátíð í tilefni Dags íslenskrar tungu föstudaginn 15. nóvember kl. 13:00-15:00. Nemendur flytja atriði og 10. bekkur verður með veitingasölu þar sem ágóði rennur í ferðasjóð. Enginn posi er á staðnum. Öll eru velkomin!