Danssýning
Senn lýkur danskennslu hjá nemendum í 1.-4. bekk í Hrafnagilsskóla og elsta árgangi í Krummakoti. Af því tilefni verður danssýning í íþróttahúsi skólans fimmtudaginn 5. maí kl. 13:20. Þar sýna nemendur hvað þeir hafa lært undanfarnar vikur hjá Elínu Halldórsdóttur danskennara. Allir eru hjartanlega velkomnir.
Skráning nýrra nemenda í Hrafnagilsskóla
Dagana 2. – 6. maí stendur yfir skráning nýrra nemenda í Hrafnagilsskóla, bæði þeirra sem eiga að hefja nám í 1. bekk í haust og einnig eldri nemenda. Skráning fer fram hjá ritara skólans milli kl. 9:00-15:00 í síma 464-8100.
Vinnustundir á unglingastigi
Nemendur á unglingastigi voru að ljúka við þriggja vikna stöðvavinnu þar sem allir fóru til Palla í sundleiki og sprell, til Ásu í teygjur og slökun og síðast en ekki síst til Óðins til að kryfja fiska og fræðast um fiskveiðar og fisktegundir í kringum Ísland. [Meira...]
Árshátíð miðstigs 2022
Árshátíð miðstigs Hrafnagilsskóla verður haldin í Laugarborg, miðvikudaginn 6. apríl kl. 19:00. Dagskráin hefst á tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Eyjafjarðar. Að því loknu sýna nemendur í 5., 6. og 7. bekk stuttan söngleik byggðan á Disney kvikmyndinni Encanto um hina töfrandi fjölskyldu Madrigal þar sem allir fjölskyldumeðlimir [Meira...]
Vinningshafi í teiknisamkeppni
Á samverustund í dag, 29. mars, var tilkynnt um vinningshafa í árlegri teiknisamkeppni Mjólkursamsölunnar. Mynd Sigurbjörns Árna í 4. bekk var valin af dómnefnd ein af 10 bestu myndum ársins 2022. Í verðlaun er peningaupphæð sem gengur í bekkjarsjóð 4. bekkjar. Við óskum vinningshafa innilega til [Meira...]
Upplestrarkeppnin
Föstudaginn 18. mars fór fram upplestrarkeppni nemenda í 7. bekk. Nemendur hafa æft upplestur og framsögn frá því í nóvember í umsjón Elvu Díönu kennara.Dómnefnd valdi tvo fulltrúa til að taka þátt í lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fyrir hönd Hrafnagilsskóla sem haldin verður á Dalvík 27. apríl. [Meira...]