Í dag var haldin árleg Gettu betur spurningakeppni milli bekkja á unglingastigi. Þessi skemmtilega hefð hefur verið við lýði í skólanum í yfir 20 ár og er alltaf jafn vinsæl. Keppnin var æsispennandi að vanda og úrslitin réðust ekki fyrr en á allra síðustu spurningu. Níundi [Meira...]
Fréttabréf Hrafnagilsskóla fyrir apríl 2025 er komið út. Meðal efnis er umfjöllun um þemadaga í maí undir yfirskriftinni „Sveitin mín“, upplýsingar um endurskoðaða aðalnámskrá grunnskóla og áherslu skólans á umhverfismennt. Einnig má finna dagskrá vorviðburða, þar á meðal upplýsingar um skólaslit og útskrift 10. bekkjar sem [Meira...]
Páskabingó verður haldið í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit fimmtudaginn 10. apríl milli klukkan 18 og 20. Eitt bingóspjald kostar 1.000 krónur en þrjú spjöld kosta 2.500 krónur. Sjoppa verður opin á staðnum þar sem hægt verður að kaupa veitingar. Allur ágóði af viðburðinum rennur í ferðasjóð 10. [Meira...]
Nemendur í 1. bekk í Hrafnagilsskóla taka þátt í hreyfiþjálfun með iðjuþjálfa einu sinni í viku, þar eru bæði fín- og grófhreyfingar þjálfaðar með fjölbreyttum æfingum. Áherslan í tímum er að styrkja jafnvægi, samhæfingu, víxlun og krossun yfir miðlínu líkamans en þessar æfingar hafa m.a. jákvæð [Meira...]
Hrafnagilsskóli er grunnskóli í dreifbýli um 12 km. fyrir innan Akureyri og eru um 180 nemendur í skólanum. Hrafnagilsskóli hefur sýn sem byggir á skilningi, fagmennsku og dyggðum. Agastefna skólans er Jákvæður agi og meðal einkenna skólans er umhverfismennt, öflug list- og verkgreinakennsla ásamt nýtingu tækni [Meira...]
Senn lýkur danskennslu hjá nemendum í 1.-4. bekk í Hrafnagilsskóla og elsta árgangi í Krummakoti. Af því tilefni verður danssýning í íþróttahúsi skólans fimmtudaginn 3. apríl kl. 13:10. Þar sýna nemendur hvað þeir hafa lært undanfarnar vikur hjá Elínu Halldórsdóttur danskennara. Öll eru hjartanlega velkomin.