Nemendur í 4. til 8. bekk Hrafnagilsskóla fengu góðan gest í heimsókn í dag þegar rithöfundurinn Ævar Þór Benediktsson, oft kallaður Ævar vísindamaður, leit við í skólanum. Ævar ræddi við nemendur og sagði frá því hvernig bækurnar hans verða til. Hann fór yfir hvaða bækur hann [Meira...]
Í gær var mikið um að vera í Hrafnagilsskóla þegar menntabúðir Eymennt voru haldnar í skólanum. Viðburðurinn var sérstakur fyrir þær sakir að hann markaði 10 ára starfsafmæli Eymennt, en fyrstu búðirnar voru einmitt haldnar hér í Hrafnagilsskóla þann 29. september árið 2015. Það var því [Meira...]
Undanfarnar vikur hafa nemendur í 6. bekk unnið að þemaverkefni sem tengist þriðja þorskastríðinu sem átti sér stað árin 1975–1976. Í verkefninu hafa nemendur kynnt sér söguna og þær aðstæður sem ríktu á þessum tíma. Sérstök áhersla var lögð á varðskipaflota Íslands eins og hann var [Meira...]
Í dag hélt Hrafnagilsskóli hátíð í íþróttasalnum í tilefni af Degi íslenskrar tungu. Skólinn er stoltur af þeirri hefð að halda upp á þennan dag með veglegri dagskrá. Í aðdraganda hátíðarinnar var hefðbundið skólastarf brotið upp með þemadögum þar sem nemendur á öllum stigum unnu að [Meira...]
Föstudaginn 14. nóvember verður haldin hátíð í Hrafnagilsskóla í tilefni af Degi íslenskrar tungu. Hátíðin hefst klukkan 13:00 í íþróttasal skólans og stendur til kl. 15:00. Nemendur flytja atriði í tali og tónum sem tengjast þemadögunum þar sem unnið verður með hrafninn. Nemendur 7. bekkjar hefja [Meira...]
Í dag var haldin danssýning í íþróttahúsi Hrafnagilsskóla. Nemendur 5.-10. bekkjar sýndu hvað þeir hafa lært undanfarnar vikur undir leiðsögn Elínar Halldórsdóttur danskennara. Nemendur sýndu ýmsa dansa sem þeir hafa æft síðustu vikur og stóðu sig með sóma. Eins og alltaf mættu fjölmargir áhorfendur til að [Meira...]
