Fréttir

Fréttir2024-10-25T11:37:28+00:00
Glæsileg danssýning nemenda í 5.-10. bekk

5.nóvember 2025|

Í dag var haldin danssýning í íþróttahúsi Hrafnagilsskóla. Nemendur 5.-10. bekkjar sýndu hvað þeir hafa lært undanfarnar vikur undir leiðsögn Elínar Halldórsdóttur danskennara. Nemendur sýndu ýmsa dansa sem þeir hafa æft síðustu vikur og stóðu sig með sóma. Eins og alltaf mættu fjölmargir áhorfendur til að [Meira...]

Danssýning á miðvikudaginn

3.nóvember 2025|

Við minnum á danssýninguna miðvikudaginn 5. nóvember n.k. kl. 13:10 í íþróttahúsinu. Þar sýna nemendur í 5.-10. bekk hvað þeir hafa lært undanfarnar vikur hjá Elínu Halldórsdóttur danskennara og gaman væri að sjá nemendur í ,,betri fötunum" þennan dag. Verið öll hjartanlega velkomin.

Jazztónleikar fyrir nemendur Hrafnagilsskóla

31.október 2025|

Í dag var haldinn viðburður á vegum List fyrir alla, en tónleikarnir voru fyrir nemendur 1.-4. bekkjar Hrafnagilsskóla. Viðburðurinn fór fram í Laugarborg þar sem tónlistartríó flutti jazztónlist með hrekkjavökuþema. Flytjendur voru Ingibjörg Fríða Helgadóttir söngkona, Sunna Gunnlaugsdóttir píanóleikari og Leifur Gunnarsson kontrabassaleikari. Tónlistin var sérstaklega [Meira...]

Skert þjónusta við skólann á föstudag

22.október 2025|

Á föstudaginn næsta, þann 24. október, eru 50 ár frá því að konur um land allt lögðu niður launuð og ólaunuð störf og kröfðust þess að störf þeirra yrðu metin til jafns við störf karlmanna. Af þessu tilefni eru konur og kvár hvött til þess að [Meira...]

ÍSAT – íslenska sem annað tungumál

22.október 2025|

Í grunnskólalögum segir að nemendur með annað móðurmál en íslensku eigi rétt á kennslu í íslensku sem öðru tungumáli. Kennslan á að stefna að virku tvítyngi þessara nemenda, að þeir geti stundað nám í grunnskólum og tekið virkan þátt í íslensku samfélagi. Gert er ráð fyrir [Meira...]

Danssýningin færist til 5. nóvember kl. 13:10.

18.október 2025|

Ákveðið hefur verið að færa danssýninguna sem átti að vera næsta föstudag til miðvikudagsins 5. nóvember kl. 13:10. Við vonum að sem flestir komi og sjái afrakstur danskennslu Elínar Halldórsdóttur en nemendur í 5. - 10. bekk hafa fengið danskennslu í haust sem lýkur með þessari [Meira...]

Go to Top