Árshátíð miðstigs Hrafnagilsskóla verður haldin í Laugarborg, miðvikudaginn 6. apríl kl. 19:00. Dagskráin hefst á tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Eyjafjarðar. Að því loknu sýna nemendur í 5., 6. og 7. bekk stuttan söngleik byggðan á Disney kvikmyndinni Encanto um hina töfrandi fjölskyldu Madrigal þar sem allir fjölskyldumeðlimir [Meira...]
Á samverustund í dag, 29. mars, var tilkynnt um vinningshafa í árlegri teiknisamkeppni Mjólkursamsölunnar. Mynd Sigurbjörns Árna í 4. bekk var valin af dómnefnd ein af 10 bestu myndum ársins 2022. Í verðlaun er peningaupphæð sem gengur í bekkjarsjóð 4. bekkjar. Við óskum vinningshafa innilega til [Meira...]
Föstudaginn 18. mars fór fram upplestrarkeppni nemenda í 7. bekk. Nemendur hafa æft upplestur og framsögn frá því í nóvember í umsjón Elvu Díönu kennara.Dómnefnd valdi tvo fulltrúa til að taka þátt í lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fyrir hönd Hrafnagilsskóla sem haldin verður á Dalvík 27. apríl. [Meira...]
Eins og venjulega var mikið um dýrðir á sprengidagshátíð grunnskólans. Kynjaverur af öllum stærðum og gerðum svifu um skólann ýmist í draugaherbergjum, hjá spákonum, í marseringu eða borðandi pitsur. Að sjálfsögðu var kötturinn sleginn úr tunnunni. Myndir frá hátíðinni.
Vegna ófærðar og veðurs geta skólabílar ekki ekið af stað til að sækja nemendur í dag, 24. febrúar. Skólinn verður opinn fyrir þá nemendur sem komast í skólann en við biðjum ykkur að meta aðstæður á hverjum stað. Veðrið á að ganga niður samkvæmt veðurspá með [Meira...]
Í nótt gekk yfir landið mikið hvassviðri en nú klukkan 6:30 hefur lægt og veðrið gengið niður í bili. Skólabílar keyra eftir áætlun og sækja nemendur. Um hádegi er aftur spáð hvassviðri og verðum við því að taka stöðuna varðandi heimkeyrslur. Foreldrar og forráðamenn verða látnir [Meira...]