Snjallkennsluvefurinn, snjallkennsla.is hlaut á dögunum styrk frá Verðlauna- og styrktarsjóði Rótarý á Íslandi fyrir framúrskarandi og nýstárlegt verkefni á sviði mennta og vísinda. Verkefnið er unnið af Hans Rúnari Snorrasyni verkefnastjóra tölvu- og tæknimála í Hrafnagilsskóla og Bergmanni Guðmundssyni verkefnastjóra í Giljaskóla, Vefurinn varð til [Meira...]
Með stolti tilkynnum við að Ólöf Ása Benediktsdóttir umsjónarkennari á unglingastigi í Hrafnagilsskóla er tilnefnd til Íslensku menntaverðlaunanna árið 2020 sem framúrskarandi kennari. Hér má finna umfjöllun um hana Ásu okkar á síðu Samtaka áhugafólks um skólaþróun. https://skolathroun.is/olof-asa-benediktsdottir/Þess má geta að Hrafnagilsskóli hlaut Íslensku menntaverðlaunin árið [Meira...]
Aðgerðir okkar í sóttvörnum frá 12. - 23. október eru:Skólastarf heldur sér þ.e.a.s. stundaskrá og námsgreinar.Samverustundir falla niður en kennarar 1. - 7. bekkja eru hvattir til að byrja hvern morgun á að fara með skólaheitið og halda litla samverustund í sinni stofu.Einstaklingstímar í Tónlistarskóla Eyjafjarðar [Meira...]
Nemendur 10. bekkjar unnu skemmtilegt verkefni í stærðfræði í haust þar sem sköpunargleði þeirra fékk að njóta sín. Nemendur unnu í pörum og verkefnið var lagt fyrir eftir að unnið hafði verið með markmið tengd formum og rúmfræði. Nemendur fengu það verkefni að hanna og smíða [Meira...]
Mánudaginn 24. ágúst hefst nýtt skólaár. Við byrjum á skólasetningu sem verður með óhefðbundnu sniði þetta árið. Umsjónarkennari hvers bekkjar hittir nemendahópinn, foreldra og forráðamenn þeirra úti á skólalóð og þar verður skólabyrjunin kynnt. Hópaskiptingar og tímasetningar eru eftirfarandi:Klukkan 12:30 Nemendur í 2. bekk hittast við kastala. Nemendur [Meira...]
Um leið og við sendum ykkur okkar bestu kveðjur um gott sumarfrí minnum við á að skólasetning verður mánudaginn 24. ágúst klukkan 13:00. Við þökkum þeim foreldrum og nemendum sem kveðja skólann góða samfylgd. Óskilamunum verður stillt upp á skólasetningardaginn.