• Published On: 7.september 2024

    Kæru foreldrar/forráðamenn nemenda í Hrafnagilsskóla. Stjórn foreldrafélagsins boðar til aðalfundar foreldrafélagsins n.k. miðvikudagskvöld, 9. október. Að fundi loknum verður áhugaverður fyrirlestur sem á erindi við okkur öll og vonumst við að sjálfsögðu eftir góðri þátttöku og mætingu á hvort tveggja. Frekari upplýsingar eru hér í viðhengi og einnig er viðburðurinn auglýstur í gegnum facebooksíðu félagsins.

Categories
    Featured posts
    Editor's pick
    • Nú styttist í jólafrí sem hefst að loknum litlu jólunum um hádegi þriðjudaginn 20. desember. Það hefur ýmislegt skemmtilegt verið brallað þessa síðustu daga fyrir jólafrí. Meðal fastra liða eru kakóferðir í Aldísarlund, jólaföndur, tómstundadagur á miðstigi og bæjarferð á unglingastigi. Undanfarin ár hafa fleiri og fleiri eignast jólapeysur eða einhver föt sem eru skreytt [Meira...]

    • Þann 1. desember hlaut Hrafnagilsskóli styrk til kaupa á einu Lego Mindstorm vélmenni úr Menningar- og viðurkenningarsjóði KEA. Vélmennið er notað í svokölluðu Legovali þar sem nemendur unglingastigs hanna vélmenni, forrita það og leysa með því ýmsar þrautir. Við þökkum KEA kærlega fyrir stuðninginn.

    • Við erum svo lánssöm að nemendur Hrafnagilsskóla fá dansþjálfun í öllum bekkjum. Á haustönn eru það nemendur 6. - 10. bekkjar sem sækja danskennslu hjá Elínu Halldórsdóttur danskennara og á vorönn taka nemendur 1. - 5. bekkjar við. Þriðjudaginn 22. nóvember var haldin danssýning í íþróttasal skólans þar sem nemendur sýndu dansana sem þeir lærðu [Meira...]

    •   Í nóvember ár hvert eru þemadagar í Hrafnagilsskóla og lýkur þeim með hátíð á Degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember. Í ár var unnið með þemað fjölmenning. Nemendur unnu í aldursblönduðum hópum innan hvers stigs og verkefnin voru fjölbreytt. Nemendur á yngsta stigi fjölluðu um ólíkar þjóðsögur, trúartákn, þjóðbúninga og bökuðu sænsk Lúsíubrauð. Einnig [Meira...]