• Published On: 4.mars 2025

    Sprengidagurinn er ávallt einn af hápunktum skólaársins hjá okkur í Hrafnagilsskóla. Að venju var dagurinn fullur af fjöri og skemmtilegum viðburðum. Börn í hinum ýmsu búningum gengu um ganga skólans – allt frá litlum dýrum til ógnvekjandi drauga. Spákonur tóku á móti gestum og draugahús voru sett upp til mikillar skemmtunar. Hefðbundið skrúðgönguferli var auðvitað [Meira...]

Editor’s pick
  •   Hátíðin verður haldin í Laugarborg föstudaginn 2. mars frá klukkan 13:00—15:00.  Nemendur yngsta stigs sýna leikrit um álfa. Stórsveit 4. bekkinga flytur tónlistaratriðið sem  flutt var á Nótunni, uppskeruhátíð tónlistarskólanna. Að loknum skemmtiatriðum stjórnar Elín Halldórsdóttir dansi. Aðgangseyrir er 1.400 kr. fyrir 16 ára og eldri og frítt fyrir börn sem ekki eru byrjuð [Meira...]

  • Mikið var um dýrðir á sprengidagshátíð grunnskólans. Kynjaverur af öllum stærðum og gerðum svifu um skólann ýmist í draugaherbergjum, hjá spákonum, í marseringu eða borðandi pitsur. Að sjálfsögðu var kötturinn sleginn úr tunnunni. Hér má sjá um 300 myndir frá hátíðinni.

  • Síðastliðinn mánudag fóru Hreiðar Hreiðarsson og Mikael Gestsson, nemendur í 9. bekk, ásamt kennurum sínum í Lundarskóla á Akureyri til að keppa í Legó sumo.  Legó Sumo-keppni byggir á því að ýta farartæki andstæðingsins út fyrir hringlaga keppnissvæðið. Sex lið frá þremur skólum kepptu og var keppninni skipt í tvo flokka, annars vegar með fjarstýrðum [Meira...]

  • Þriðjudaginn 6. febrúar mun Sigga Dögg kynfræðingur koma í Hrafnagilsskóla með fræðslu fyrir nemendur, foreldra og kennara. Milli klukkan 12:00 og 13:00 verður fyrirlestur fyrir foreldra á bókasafninu en hann er á vegum skólans og foreldrafélagsins. Við hvetjum ykkur til að mæta.