Á samverustund í morgun sýndu nemendur sem æft hafa dans hjá Ungmennafélaginu Samherjum afrakstur haustannar. Það eru 16 nemendur sem æfa dans og þjálfararnir þeirra eru Berglind Eva Ágústsdóttir og Amý Elísabet Knútsdóttir en þær eru nemendur í 10. bekk. Það er skemmst frá því að segja að dansinn var flottur og einstaklega vel æfður [Meira...]
Categories
Featured posts
janúar 2, 2021
desember 21, 2020
nóvember 18, 2020
Editor's pick
Hátíðin verður haldin í Laugarborg föstudaginn 22. mars frá klukkan 13:00—15:00. Nemendur yngsta stigs sýna leikrit um lífið á yngsta stigi í Hrafnagilsskóla og ,,stórsveit 4. bekkinga“ er með tónlistaratriði. Að loknum skemmtiatriðum stjórnar Elín Halldórsdóttir dansi. Aðgangseyrir er 1.500 kr. fyrir 16 ára og eldri og frítt fyrir börn á grunnskólaaldri og þá sem [Meira...]
Mikið var um dýrðir á sprengidagshátíð grunnskólans. Kynjaverur af öllum stærðum og gerðum svifu um skólann ýmist í draugaherbergjum, hjá spákonum, í marseringu eða borðandi pitsur. Að sjálfsögðu var kötturinn sleginn úr tunnunni. Hér má sjá myndir frá hátíðinni.
Sökum hvassviðris raskast akstur skólabíla í dag þriðjudaginn 26. febrúar. Leið 1 og 2 halda sinni áætlun en leiðir 3, 4 og 5 keyra ekki af stað. Við biðjum þá foreldra og forráðamenn sem eiga börn sem taka þessa skólabíla að meta hvort þeir koma börnunum í skólann með öðrum hætti eða haldi þeim heima [Meira...]
Árshátíð miðstigs Hrafnagilsskóla verður haldin í Laugarborg, fimmtudaginn 14. febrúar kl. 19:30. Dagskráin hefst á tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Eyjafjarðar og að því loknu sýna nemendur í 5., 6. og 7. bekk stytta útgáfu af leikritinu um Emil í Kattholti eftir Astrid Lindgren. Að loknum skemmtiatriðum verður boðið upp á hressingu og síðan verður stiginn dans [Meira...]