Nú erum við komin í kærkomið jólafrí í Hrafnagilsskóla og óskum við ykkur öllum gleðilegra jóla. Skóli hefst að nýju þriðjudaginn 5. janúar. Enn er óljóst hvaða fyrirkomulag verður á skólahaldi þegar við mætum á nýju ári en við tökum á því þegar þar að kemur. Við munum leysa í sameiningu þau verkefni sem að okkur verður rétt með gleði og góðum lausnum eins og við höfum gert hingað til. Síðustu skóladagar fyrir jólafrí voru skemmtilegir, notalegir, öðruvísi og afslappaðir. 

Að lokum þökkum ykkur fyrir ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða.
Góðar kveðjur úr Hrafnagilsskóla.