Þriðjudaginn 5. janúar hefst skóli að nýju eftir jólafrí. Fyrstu vikuna og fram til þriðjudaginn 12. janúar höfum við sama skipulag og var fyrir jól. Skólinn opnar klukkan 8:00 og lýkur kennslu klukkan 12:40 alla daga. Frístund verður opin frá 12:40 – 16:00 eins og áður.
Ný reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar var send út í lok mánaðarins og þar eru reglur rýmkaðar að einhverju leyti. Þriðjudagsins 12. janúar stefnum við að því að fara í svipað skipulag og var í haust en við munum upplýsa ykkur betur um það þegar nær dregur.