• Published On: 12.maí 2025

    Síðastliðinn sunnudag var skemmtilegt innslag í sjónvarpsþættinum Landanum á RÚV þar sem fylgst var með heimsókn nemenda í 7. bekk til Guðnýjar og Kalla á Öngulsstöðum. Heimsóknin var í síðustu viku og er skemmtileg hefð sem hefur skapast en undanfarin níu ár hafa Guðný og Kalli boðið nemendum að vera heilan dag að fylgjast með [Meira...]

Editor’s pick
  • Þriðja fréttabréf vetrarins er nú komið út. Þar er meðl annars fjallað um: Upplýsingar um samverustundir sem haldnar eru á hverjum morgni fyrir 1.-7. bekk og vikulega fyrir unglingastig Umfjöllun um árshátíðir skólans, þar sem unglingastig er búið með sína og fram undan eru árshátíðir mið- og yngsta stigs Kynningu á frumkvöðlastarfi skólans í nýtingu [Meira...]

  • Snillingarnir í 7. bekk kynntu sér nokkur verkfæri sem nýtast í málmsmíði eins og málmsög, blikkskæri, bor, síðubitur og flatkjaftatöng. Svo smíðuðu þeir grill úr niðursuðudósum. Auðvitað þurfti svo að prófa þetta. Í Aldísarlundi grilluðum við lúxus-mínispjót, sykurpúða og skemmtum okkur konunglega kringum eldinn. Krakkarnir smíðuðu líka útivistarstóla sem hefðu verið flottir að nota í [Meira...]

  • Vegna mjög slæmrar veðurspár hefur verið ákveðið að aflýsa skólahaldi í Hrafnagilsskóla á morgun fimmtudaginn 6. febrúar. Almannavarnir hafa gefið út rauða veðurviðvörun fyrir svæðið frá kl. 10:00 til 16:00 og því ekkert vit að senda skólabíla af stað í fyrramálið þar sem ljóst er að ekki verður hægt að keyra heim. Af þessum sökum [Meira...]

  • Föstudagskvöldið 17. janúar fór fram árshátíð unglingastigs Hrafnagilsskóla í Laugarborg. Nemendur buðu upp á stórskemmtilega sýningu á leikritinu Shrek, sem leikstýrt var af Auðrúnu Aðalsteinsdóttur og Guðmundi Ólafi Gunnarssyni. Það var augljóst að allir lögðu sig fram við að gera þetta kvöld að skemmtilegri upplifun fyrir áhorfendur. Í tvær vikur unnu nemendur á unglingastigi hörðum [Meira...]