Sprengidagsskemmtun

Árleg sprengidagsskemmtun var haldin í skólanum 12. febrúar. Þá var mikið um dýrðir og jafnt nemendur sem starfsmenn skrýddust búningum af ýmsu tagi og óhætt að segja að hugmyndafluginu virðast lítil takmörk sett þegar kemur að búningagerðinni. Að venju var marserað, haldin söngvarakeppni og kötturinn sleginn úr tunnunni. Myndirnar lýsa broti af því sem fyrir [Meira…]

2017-09-29T14:48:06+00:0018.febrúar 2013|

Námskeið í Jákvæðum Aga

Nú í febrúar og mars verður boðið upp á foreldranámskeið um „Jákvæðan aga“. Námskeiðið verður opið foreldrum barna í Naustaskóla, Naustatjörn, Glerárskóla, Krummakoti og Hrafnagilsskóla og kostar 3.500 kr. pr. þátttakanda. Leiðbeinendur verða fjórir starfsmenn skólanna, sem sótt hafa sér réttindi hjá „Positive Discipline Association“ í Bandaríkjunum til að halda námskeið af þessu [Meira…]

2013-02-11T15:13:39+00:0011.febrúar 2013|

Sprengidagsskemmtun

Haldin verður sprengidagsskemmtun í Hrafnagilsskóla þriðjudaginn 12. febrúar 2013 frá kl. 13:30-16:00. Skólabílar keyra nemendur heim að skemmtun lokinni. Sjoppan verður opin og nemendur í 9. bekk selja þar pítsur, sælgæti, svala og gos. Dæmi um verð í sjoppunni;

  • pítsusneið 300 kr.
  • gos 250 kr.
  • svali 120 kr.
  • súkkulaðistykki á bilinu 100-210 kr.
  • mentos 220 kr.
  • sleikipinnar 50-80 kr.

Hægt verður að fara [Meira…]

2013-02-11T10:17:56+00:0011.febrúar 2013|

Nemendur í 5. bekk kenna táknmál

Í dag 11. febrúar er degi íslenska táknmálsins fagnað í fyrsta sinn. Nemendur í 5. bekk hafa fengið táknmálskennslu í þrjú ár og í tilefni dagsins kenndu þeir nemendum í 1.-3. bekk táknmál. Eins og sjá má á myndunum voru nemendur áhugasamir og kennarar stóðu sig með stakri prýði.

%%wppa%% %%album=12%% %%align=left%%

2013-02-11T10:15:15+00:0011.febrúar 2013|
Go to Top