Ferð í Hlíðarfjall frestað
Fyrirhugaðri útivistarferð í Hlíðarfjall hefur verið frestað vegna veðurútlits til fimmtudagsins 14. mars.
Fyrirhugaðri útivistarferð í Hlíðarfjall hefur verið frestað vegna veðurútlits til fimmtudagsins 14. mars.
Einu sinni í mánuði koma allir nemendur skólans saman á sameiginlegri samverustund. Á þriðjudaginn 26. febrúar. sáu nemendur í 1. og 10. bekk um sameiginlegt atriði. Nemendur 10. bekkjar rifjuðu upp kunnáttu sína á blokkflautur og saman spiluðu þau lagið, Blokkingarnir. Hér má sjá upptöku af samspilinu.
Þegar snjó fór að leysa af gangstéttum í kringum skólann síðustu daga kom í ljós að tyggjókúlur lágu hér og þar.Okkur finnst þetta vera sóðalegt og [Meira…]
Í þriðjudagi í næstu viku, þann 5. mars, er áætlað að fara í útivistarferð upp í Hlíðarfjall ef veður leyfir. Krakkarnir geta komið með skíði, bretti eða sleða til að renna sér á eða fengið leigðan útbúnað ef það hentar betur. Bréf með nánari upplýsingum verður sent á morgun til allra foreldra í gegnum Mentor.
Árleg sprengidagsskemmtun var haldin í skólanum 12. febrúar. Þá var mikið um dýrðir og jafnt nemendur sem starfsmenn skrýddust búningum af ýmsu tagi og óhætt að segja að hugmyndafluginu virðast lítil takmörk sett þegar kemur að búningagerðinni. Að venju var marserað, haldin söngvarakeppni og kötturinn sleginn úr tunnunni. Myndirnar lýsa broti af því sem fyrir [Meira…]