Árshátíð yngsta stigs

Þriðjudaginn 23. apríl verður árshátíð yngsta stigs haldin í Laugarborg. Hún hefst kl. 14:00 og lýkur kl. 16:00. Þema hátíðarinnar er indíánar og verður söngleikurinn um Litlu-Ljót fluttur.

Miðaverð er 1200 kr. fyrir fullorðna og 600 fyrir börn á grunnskólaaldri. Frítt er fyrir yngri börn. Veitingar eru innifaldar í verði. Ágóði rennur í [Meira…]

2017-09-29T14:48:05+00:0017.apríl 2013|

Starfsmannabreytingar

Nú um mánaðamótin fóru Jóhanna Dögg Stefánsdóttir umsjónarkennari 3. bekkjar og Óðinn Ásgeirsson kennari á unglingastigi í fæðingarorlof. Þóra Víkingsdóttir kennari í sérdeild og Guðný Björk Hallgrímsdóttir þroskaþjálfi verða í sjúkraleyfi út skólaárið. Elva Díana Davíðsdóttir var ráðin til að leysa Jóhönnu af og Sigrún Ásdís Sigurðardóttir leysir Óðinn af í kennslu í 8. – [Meira…]

2013-04-03T15:35:32+00:003.apríl 2013|

Páskaleyfi

Um leið og við óskum nemendum og foreldrum ánægjulegrar páskahátíðar, viljum við minna á að 2. apríl er samstarfsdagur starfsmanna og kennsla hefst því samkvæmt stundaskrá þann 3. apríl.

Skólastjórnendur

2013-03-25T16:32:07+00:0025.mars 2013|

Verkefni 3. bekkjar um goðheima

Síðustu vikur hafa nemendur 3. bekkjar sökkt sér ofan í norræna goðafræði og unnið stórt verkefni sem var kallað Goðheimar. Í lokin buðu þau foreldrum á kynningu sem mæltist vel fyrir. Meðfylgjandi myndir sýna brot af verkefnavinnunni.

[Meira…]

2017-09-29T14:48:05+00:0025.mars 2013|
Go to Top