Umhverfisþing á degi íslenskrar náttúru – Grænfáninn afhentur

graenfaniDagur íslenskrar náttúru verður haldinn hátíðlegur í þriðja sinn mánudaginn 16. september. Markmið með deginum er að beina sjónum landsmanna að hinni einstöku náttúru landsins, gögnum hennar og gæðum.

Í Hrafnagilsskóla og leikskólanum Krummakoti verður blásið til umhverfisþings af þessu tilefni. Við erum afskaplega stolt af því [Meira…]

2017-09-29T14:48:02+00:0013.september 2013|

Frá Foreldrafélagi Hrafnagilsskóla

Aðalfundur Foreldrafélags Hrafnagilsskóla fyrir skólaárið 2013-2014 verður haldinn í Hrafnagilsskóla þriðjudagskvöldið 1.október kl . 20:30. Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum munu frambjóðendur verða kynntir í félagið og öðrum boðið að gefa kost á sér í stjórn. Guðjón H.Hauksson mun halda fyrirlestur um tölvunotkun barna og Hrund Hlöðversdóttir skólastjóri mun segja frá sinni reynslu á tölvunotkun barna.  [Meira…]

2013-09-30T14:54:20+00:0013.september 2013|

Útivistardagur

Á morgun miðvikudaginn 11. september er útivistardagur í Hrafnagilsskóla. Allir nemendur skólans fara í gönguferðir. Skólabílar aka nemendum yngsta stigs (1.- 4. bekkjar) að bænum Ytri-Tjörnum. Þaðan ganga þeir upp að Drangi og síðan til baka að skólanum. Nemendur á mið- og unglingastigi hafa um tvær leiðir að velja. Annars vegar verður farið í rútum [Meira…]

2013-09-10T09:31:53+00:0010.september 2013|

Kynning fyrir foreldra nýrra nemenda skólans

Foreldrum nýrra nemenda í Hrafnagilsskóla er boðið á kynningu í skólann föstudaginn 6. september kl. 08:45. Foreldrar eru hvattir til að koma á samverustund sem byrjar kl. 08:15 í miðrými skólans, Hjartanu, áður en kynningin hefst.
Á kynningunni verður farið yfir sýn og stefnu skólans, agastefnuna Jákvæðan aga og fleira sem tengist skólastarfinu. Gengið verður um skólann og foreldrum gefst kostur [Meira…]

2013-09-04T09:58:20+00:004.september 2013|

Skólasetning

Fimmtudaginn 22. ágúst klukkan 13:00 verður Hrafnagilsskóli settur. Nemendur mæta í bekkjarstofur og ganga með umsjónarkennurum inn í íþróttasal. Eftir skólasetninguna verða námskynningar inni í bekkjarstofum. Ætlast er til að foreldrar eða forráðamenn mæti með börnum sínum og hlusti á námskynningarnar. [Meira…]

2013-08-23T15:38:38+00:0019.ágúst 2013|
Go to Top