Aðalfundur Foreldrafélags Hrafnagilsskóla fyrir skólaárið 2013-2014 verður haldinn í Hrafnagilsskóla þriðjudagskvöldið 1.október kl . 20:30. Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum munu frambjóðendur verða kynntir í félagið og öðrum boðið að gefa kost á sér í stjórn. Guðjón H.Hauksson mun halda fyrirlestur um tölvunotkun barna og Hrund Hlöðversdóttir skólastjóri mun segja frá sinni reynslu á tölvunotkun barna.  Við minnum á að allir foreldrar/forráðamenn barna í Hrafnagilsskóla eru sjálfkrafa félagar í Foreldrafélaginu og eiga því fullt erindi á þennan fund. Í boði verða léttar veitingar. Vonumst til að sjá sem flesta.
Stjórn Foreldrafélags Hrafnagilsskóla.