Vel heppnaður útivistardagur

Miðvikudaginn 3. september var útivistardagur í Hrafnagilsskóla. Þá gengu nemendur yngsta stigs og nokkrir af miðstigi frá Hvammi, í gegnum Hvammsskóg og yfir í Kjarnaskóg. Meirihluti nemenda af miðstigi og allir á unglingastigi gengu hins vegar upp að Hraunsvatni. [Meira…]

2014-11-07T08:45:49+00:004.september 2014|

Gönguferð haustsins

Á morgun 3. september fara nemendur og starfsfólk í gönguferðir. Annars vegar fara yngri nemendur í göngu um Hvammsskóg og Kjarnaskóg og hins vegar fara eldri nemendur að Hraunsvatni í Öxnadal. Lagt verður af stað að loknu nafnakalli og koma yngri nemendur  heim kl. 12 en þeir eldri kl. 14:00. Valgreinar hjá unglingum falla niður [Meira…]

2014-09-02T14:44:18+00:002.september 2014|

Skólasetning o.fl.

Hrafnagilsskóli verður settur föstudaginn 22. ágúst kl. 13:00 í íþróttahúsinu. Eftir skólasetninguna kynna umsjónarkennarar starf skólaársins í heimastofum bekkjanna. Mikilvægt er að foreldrar mæti með börnum sínum. Nemendur 1. bekkjar verða boðaðir í viðtöl með foreldrum/forráðamönnum föstudaginn 22. ágúst og mæta einnig á skólasetninguna. [Meira…]

2014-08-29T09:05:17+00:0018.ágúst 2014|
Go to Top