Valgreinar í Hrafnagilsskóla – Stefanía Sigurdís Jóhönnudóttir

Í Hrafnagilsskóla eru átta valgreinar sem eru kenndar eftir hádegi alla þriðjudaga og miðvikudaga. Valgreinarnar eru skemmtilegar og ólíkar en það þýðir ekki að þær geti ekki orðið enn betri og fjölbreyttari. Valgreinarnar sem boðið er upp á nú í haust eru ljósmyndval, söngur og sviðslist, íþróttafræði, stærðfræði 102, bökunarval, hnífagerð, námsaðstoð og skrautskrift.

Ljósmyndaval er [Meira…]

2014-12-03T13:47:27+00:003.desember 2014|

Neikvæð áhrif heimanáms – Valdís Sigurðardóttir

Orðið heimanám segir sig sjálft, það er nám sem okkur er ætlað að vinna heima við. Frá árinu 2005 þegar ég hóf skólagöngu mína hefur mikill óþarfa tími farið í heimanám.

Tómstunda- og íþróttastarf í dag er mjög fjölbreytt. Allflest börn æfa íþróttir eða eru í öðru skipulögðu tómstundastarfi. Ég æfi badminton, dans og á fiðlu, [Meira…]

2014-12-02T08:36:49+00:002.desember 2014|

Frá foreldrafélagi skólans – Jólaföndur fyrir allan skólann!

Í ár ætlum við að breyta til og hafa sameiginlegt jólaföndur og jólakortagerð fyrir alla nemendur skólans, laugardaginn 29. nóv. kl. 11-14, nemendur unglingastigs eru sérstaklega boðnir velkomnir.

Nokkrar föndurstöðvar verða í kennslustofum yngsta og miðstigs. Fjölbreytt föndurefni verður selt á staðnum gegn vægu gjaldi, kort verða líka seld á staðnum gegn vægu gjaldi, en gott [Meira…]

2014-11-27T13:14:43+00:0027.nóvember 2014|
Go to Top