Allir nemendur keyrðir heim kl. 14:00 í dag

Hér á Norðurlandi hefur verið hvasst í dag og þá skefur fljótt í akstursleiðir. Ákveðið hefur verið að keyra alla nemendur heim klukkan 14:00 í dag miðvikudaginn 18. desember. Enginn seinni akstur verður því í dag.

2014-12-17T13:07:00+00:0017.desember 2014|

Finnastaðir í þágu friðar – Aron Örn Olason Lotsberg

Finnastaðir í Eyjafjarðarsveit stendur í Grundarplássi og var hjáleiga frá Grund þegar þar var stórbýli og þaðan er gengið upp á Kerlingu sem er hæsta fjall í byggð á Norðurlandi.

Þann 6. september 2013, var byggt friðar-/jarðarhjól (Medicine wheel á ensku)  af friðarsinnanum Jesse-Blue Forrest sem er af ættflokki Cheerokee indíána. Hann kom til landsins ásamt [Meira…]

2014-12-17T10:32:44+00:0017.desember 2014|

Mötuneyti Hrafnagilsskóla – Matseðlar þeir bestu sem næringarráðgjafi hefur séð hingað til

Búið er að gera úttekt á mötuneyti Hrafnagilsskóla og fékk mötuneytið fyrstu einkunn. Í úttektinni voru skoðaðir hádegismatseðlar fyrir október og nóvember 2014 – gerður af matráði Hrafnagilsskóla. Matseðlarnir náður yfir 9 vikur.

Í samantekt kemur fram að Hrafnagilsskóli sé í góðum málum með sína matseðla og eru þessir matseðlar þeir bestu sem næringarráðgjafi hefur séð hingað til. Einnig kom fram að matseðlarnir [Meira…]

2017-09-29T14:47:43+00:005.desember 2014|

Morð í Eyjafjarðarsveit – Tjörvi Jónsson

Aðfaranótt sunnudags var framið morð í Eyjafjarðarsveit á Jóni Gíslasyni. Sigmundur Gíslason

bróðir hans er stórlega grunaður um verknaðinn og situr í varðhaldi. Ef Sigurður verður dæmdur sekur mun hann þurfa að vera í fangelsi í 16 ár. Jón var með skotsár á höfði, hann var líka með marga áverka á líkamanum. Hann var með sár [Meira…]

2014-12-05T08:27:37+00:005.desember 2014|

Skólinn – Jón Smári Hansson

Hrafnagilsskóli er stór hluti af lífi mínu, hvort sem mér líkar það betur eða verr. Ástæðan er einföld. Ég fer í Hrafnagilsskóla á hverjum virkum degi og þar sem ég er búinn að vera í þessum ágæta skóla í átta ár þekki ég hann orðið frekar vel.

Ef ég horfi á mína skólagöngu þá finnst mér [Meira…]

2014-12-04T15:22:39+00:004.desember 2014|
Go to Top