hálka og hvassviðri 4. febrúar

Vegna hálku og hvassviðris ná skólabílarnir ekki að keyra lengra suður en að Sólgarði núna í morgunsárið. Það á við um leið 6, leið 5 (að hluta) og leið 4 (að hluta). Foreldrar geta fengið nánari upplýsingar hjá bílstjórum eða ritara skólans upp úr kl. 7:30.

2015-02-04T07:22:37+00:004.febrúar 2015|

100 myndir frá vel heppnaðri árshátíð unglingastigs

Óhætt er að segja að mikil ánægja hafi verið með árshátíð unglingastigs sem haldin var sl. föstudag.  Nemendur í 8. – 10. bekk sýndu söngleikinn Með allt á hreinu. Kennarar leikstýrðu en nemendur sáu um söng, dans, búninga, leikmynd, förðun og tæknivinnu auk þess að leika.

Hér má sjá myndir frá söngleiknum sem Eyþór Ingi Jónsson tók [Meira…]

2015-01-29T16:08:59+00:0029.janúar 2015|

Færð

Í dag, þriðjudaginn 27. janúar, er mikil hálka á vegum sveitarinnar. Óvíst er hvort skólabílar geti náð að halda tímaáætlun af þeim sökum í morgunakstrinum.

2015-01-27T07:16:54+00:0027.janúar 2015|

Árshátíð unglingastigs

Árshátíð unglingastigs verður haldin í Laugarborg föstudaginn 23. janúar n.k. Hún hefst kl. 20.00 og stendur til kl. 23.30. Ekið er heim að balli loknu.

Nemendur í 8., 9. og 10. bekk sýna stytta útgáfu af söngleiknum ,,Með allt á hreinu“ og kennarar á unglingastigi leikstýra. Auk þess að leika, syngja og dansa á sýningunni sjá [Meira…]

2015-01-19T09:34:36+00:0019.janúar 2015|
Go to Top