Skólasetning
Hrafnagilsskóli verður settur mánudaginn 24. ágúst kl. 13:00 í íþróttahúsinu. Eftir skólasetninguna kynna umsjónarkennarar starf skólaársins í heimastofum bekkjanna. Mikilvægt er að foreldrar mæti með börnum sínum. Nemendur 1. bekkjar verða boðaðir í viðtöl með foreldrum/forráðamönnum en mæta einnig á skólasetninguna.
Þeir foreldrar sem ætla að nýta sér pláss í Frístund (skólavistun) á komandi skólaári eru [Meira…]
Skólaslit Hrafnagilsskóla
Skólaslit Hrafnagilsskóla fara fram í íþróttahúsinu fimmtudaginn 4. júní kl. 20:00.
Fólk er beðið að huga að því hvort skólabækur eða bókasafnsbækur hafi gleymst heima og koma þeim til skila. Einnig eru þeir sem eiga eftir og ætla að skila UNICEF-áheitum hvattir til að skila þeim til ritara.
Óskilamunir verða til sýnis og eru allir hvattir til [Meira…]
Þemadagar í Hrafnagilsskóla
Í síðustu viku voru þemadagar í Hrafnagilsskóla. Nemendum var skipt upp í aldursblandaða hópa og unnin voru skemmtileg verkefni bæði úti og inni. Meðal annars var útbúin stór fuglahræða sem stendur á skólalóðinni og verður framlag skólans til fuglahræðusýningar í Eyjafjarðarsveit í tengslum við Handverkshátíð. Allir nemendur skólans komu að gerð fuglahræðunnar sem er í [Meira…]
UNICEF hreyfing til góðs
Þriðjudaginn 26. maí var árlegur UNICEF dagur í Hrafnagilsskóla. Þann dag hreyfa nemendur sig á ýmsa vegu og safna áheitum frá vinum og ættingjum. Peningarnir eru nýttir til að aðstoða börn úti í heimi sem eru hjálparþurfi. Nemendur gátu valið um að bera drumba eða vatnsbrúsa, keyra hjólbörur, fara í þrautabraut, synda, hjóla eða hlaupa. [Meira…]