Árshátíð miðstigs

Fimmtudaginn 10. mars var árshátíð miðstigs haldin í Laugarborg. Þar sýndu nemendur  5., 6. og 7. bekkjar stytta útgáfu af leikritinu ,, Konungi ljónanna“ og tókst sýningin í alla staði vel. Nemendur blómstruðu á sviðinu, sungu, dönsuðu og léku. Áður höfðu þeir útbúið leiksmynd, búninga og leikskrá og einnig sáu nemendur um tæknimálin í samvinnu [Meira…]

2016-03-18T09:14:43+00:0018.mars 2016|

Danssýning

Senn lýkur danskennslu hjá nemendum í 1.-5. bekk í Hrafnagilsskóla og elsta árgangi í Krummakoti. Af því tilefni verður danssýning í íþróttahúsi skólans þriðjudaginn 15. mars kl. 13:10. Þar sýna nemendur hvað þeir hafa lært undanfarnar vikur hjá Elín Halldórsdóttur danskennara.

Allir hjartanlega velkomnir.

2016-03-14T13:19:31+00:0014.mars 2016|

Árshátíð miðstigs 2016

lion-kingÁrshátíð miðstigs Hrafnagilsskóla verður haldin í Laugarborg, fimmtudaginn 10. mars og hefst kl. 20:00.

Boðið verður upp á tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Eyjafjarðar og nemendur í 5., 6. og 7. bekk sýna stytta útgáfu af leikritinu ,,Konungi ljónanna“.

Að loknum skemmtiatriðum verður boðið upp á hressingu og síðan verður stiginn [Meira…]

2017-09-29T14:47:27+00:007.mars 2016|

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar

Lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar 1. mars 2016 í Hrafnagilsskóla (56)Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar var haldin þriðjudaginn 1. mars í Hrafnagilsskóla. Fulltrúar frá Grenivíkurskóla, Hrafnagilsskóla, Valsárskóla og Þelamerkurskóla kepptu í upplestri, tveir frá hverjum skóla. Hver lesari las sögubrot úr sögunni  „Flugan sem stöðvaði stríðið“ eftir Bryndísi Björgvinsdóttur, ljóð eftir Guðmund [Meira…]

2017-09-29T14:47:27+00:002.mars 2016|
Go to Top