Ljósmyndamaraþon á unglingastigi

Í vinnustund á unglingastigi í vikunni var ljósmyndamaraþon. Nemendum var skipt í aldursblandaða hópa og áttu þeir að taka myndir sem lýstu ákveðnum hugtökum. Hugtökin voru m.a. fegurð, jafnrétti, fjölmenning, reiði, þríhyrningur o.s.frv. Allir hópar áttu að senda myndirnar í möppu inni á ,,google-classroom“. Myndir úr maraþoninu má sjá hér. [Meira…]

2016-10-31T14:19:26+00:0021.október 2016|

Myndlist í tómstundahringekju

005Í tómstundahringekjunni á mánudögum hafa krakkarnir á yngsta stigi verið að mála myndir í föndurtímanum hjá Ingu Ó. stuðningsfulltrúa. Núna er búið að hengja þær upp til sýnis í Hjartanu og geta foreldrar og aðrir komið við í Hrafnagilsskóla og litið á ;)

Þemað var náttúra og [Meira…]

2017-09-29T14:47:26+00:0020.október 2016|

Tónlistarmenn í heimsókn

001Þau Ásdís Arnardóttir sellóleikari og Daníel Þorsteinsson píanóleikari komu á samverustund í Hrafnagilsskóla og spiluðu Svaninn eftir Camille saint Saens en við höfum einmitt verið að hlusta á það verk á kyrrðarstundum að undanförnu. Ásdís og Daníel höfðu orð á því hvað nemendur skólans væru góðir hlustendur sem [Meira…]

2017-09-29T14:47:26+00:0019.október 2016|

Tæknilegó fyrir nemendur í 4.-7. bekk

Föstudaginn 14.10. og mánudaginn 17.10. var boðið upp á tæknilegónámskeið í fyrir nemendur í 4.-7. bekk. Jóhann Breiðfjörð, sem m.a. heldur úti heimasíðunni nyskopun.net, kom með 100 kg. af tæknilegói og leyfði krökkunum að byggja allskonar farartæki. Mikil ánægja var með námskeiðið og óhætt að segja að sköpunargáfan hafi fengið að njóta [Meira…]

2017-09-29T14:47:26+00:0018.október 2016|

Læsisvinna

Kennarar við Hrafnagilsskóla hafa kortlagt læsiskennslu vetrarins og eru nú í óða önn að búa til tímaás fyrir þetta skólaár. Litið er á læsi frá mörgum sjónarhornum, til viðbótar við hefðbundinn lestur er m.a. unnið með myndlæsi, tilfinningalæsi, fjölmiðlalæsi og samskiptalæsi. Í vikunni funduðu kennarar og skráðu á tímaásinn lestrarhvetjandi aðgerðir og meðfylgjandi eru myndir [Meira…]

2016-10-12T10:20:12+00:0012.október 2016|
Go to Top