Dagur íslenskrar tungu

Miðvikudaginn 16. nóvember verður Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur í Hrafnagilsskóla. Hátíðin hefst klukkan 13:00 í íþróttasal skólans og stendur til kl. 15:00. Nemendur munu flytja atriði í tali og tónum sem tengjast þema dagsins en í þetta skiptið er það fjölmenning. Einnig munu nemendur 7. bekkjar minnast Bólu-Hjálmars og flytja brot af kveðskap hans.

Nemendur [Meira…]

2017-09-29T14:47:26+00:008.nóvember 2016|

Flöskuflipp í Hrafnagilsskóla

 

Síðustu daga hefur hópur nemenda á unglingastigi ásamt Heiðari Ríkharðssyni kennara staðið fyrir flöskuflippkeppni.

Í öllum bekkjum og meðal starfsfólks fór fram útsláttarkeppni og eftir stóðu kóngur og drottning í hverjum hópi nema í 4. bekk, þar sem enga drottningu er að finna.
Föstudaginn 4. nóvember var síðan haldin úrslitakeppni meðal allra kónga og [Meira…]
2016-11-04T14:54:33+00:004.nóvember 2016|

Forritun í Hrafnagilsskóla

Nemendum í 6. og 7. bekk voru í þessari viku afhentar microbit tölvur. Það er liður í átaksverkefni sem ráðist hefur verið í til að efla forritunarkennslu í grunnskólum á Íslandi. Verkefnið er samstarf Mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Menntamálastofnunar, RÚV, Samtaka iðnaðarins og fyrirtækja sem samtökunum tengjast. Skólinn nauð aðstoðar tveggja tölvunarfræðinga, þeirra Péturs Elvars Sigurðssonar [Meira…]

2016-11-04T13:55:30+00:004.nóvember 2016|

Bangsadagur í Hrafnagilsskóla

27. október ár hvert er alþjóðlegur bangsadagur. Í mörg ár hefur bókasafnskennari Hrafnagilsskóla hún Margrét Aradóttir haldið uppi heiðri bangsanna og minnt okkur hin á bangsadaginn með því að fylla bókasafnið af böngsum í öllum stærðum og gerðum. Einnig hefur hún í tilefni af bangsadeginum stillt upp bangsabókum og sögum af böngsum á bókasafninu. [Meira…]
2016-10-31T13:05:06+00:0031.október 2016|

Hrafnagilsskóli í krakkafréttum á RUV

Fimmtudaginn 20. október birtist myndbrot frá Hrafnagilsskóla í krakkafréttum í Ríkissjónvarpinu. Í myndbrotinu svara nokkrir nemendur spurningunni  ,,af hverju er gott að fá að kjósa?“ Síðan skoraði allur nemendahópurinn á Árskóla á Sauðárkróki að svara næstu spurningu.
Hér má finna slóðina á krakkafréttir
http://www.ruv.is/sarpurinn/ruv/krakkafrettir/20161020

2016-10-26T09:49:42+00:0026.október 2016|
Go to Top