Föstudaginn 14.10. og mánudaginn 17.10. var boðið upp á tæknilegónámskeið í fyrir nemendur í 4.-7. bekk. Jóhann Breiðfjörð, sem m.a. heldur úti heimasíðunni nyskopun.net, kom með 100 kg. af tæknilegói og leyfði krökkunum að byggja allskonar farartæki. Mikil ánægja var með námskeiðið og óhætt að segja að sköpunargáfan hafi fengið að njóta sín. Jóhann stefnir að því að koma aftur síðar í vetur og bjóða þá upp á samskonar námskeið utan skólatíma.

 

https://drive.google.com/drive/folders/0B5PNrDHPXESsQkRubDhid3JYVkE?usp=sharing