Aldísarlundur í brennidepli

Þriðjudaginn 14. febrúar kom Hrafnagilsskóli við sögu í þættinum, Að Norðan, á sjónvarpsstöðinni N4. Nemendur 6. bekkjar voru í útikennslu hjá Höddu smíðakennara. Við erum afskaplega stolt af útikennslunni í skólanum og aðstöðunni í Aldísarlundi og gaman að fjölmiðlar sýni skólanum áhuga. Hér er að finna slóðina til að nálgast þáttinn.

http://http://www.n4.is/is/thaettir/file/utikennsla-a-hrafnagili-i-eyjafjardarsveit

2017-02-21T22:47:32+00:0017.febrúar 2017|

Fréttamoli úr smíðastofunni

Í síðasta sveitapósti var auglýsing þar sem við auglýstum eftir garnafgöngum í smíðastofuna. Sveitungar brugðust vel við og heilmikið af garni streymdi til okkar. Þökkum við kærlega fyrir skjót og góð viðbrögð.
Á meðfylgjandi myndum má sjá sýnishorn af þeim snærum sem unnin hafa verið úr garnafgöngunum. Þau eru snúin með aðstoð borvélar sem gerir það [Meira…]

2017-02-21T22:45:35+00:0016.febrúar 2017|

Skákdagurinn 2017

Í ár er í sjötta sinn haldið upp á Skákdaginn á Íslandi. Friðrik Ólafsson, fyrsti íslenski stórmeistarinn í skák, er fæddur 26. janúar árið 1935. Unglingastig Hrafnagilsskóla setti upp hraðskákmót í tilefni dagsins þar sem allir nemendur stigsins tóku þátt. Gaman var að fylgjast með þeim reyndari leiðbeina þeim voru að stíga sín fyrstu skref, [Meira…]

2017-02-21T22:48:33+00:0026.janúar 2017|

Hollusta í fyrirrúmi

Miðvikudaginn 24. janúar útbjuggu nemendur í matreiðsluvali ýmsa skemmtilega rétti með hollustu í huga sem hægt væri að bjóða upp á t.d. í barnaafmælum. Hér á myndunum sjáum við afrakstur tímans og hluta af nemendunum.


2017-02-21T22:59:29+00:0026.janúar 2017|

Þyrla lendir á skólalóðinni

Miðvikudaginn 25. janúar lenti þyrla Landhelgisgæslunnar óvænt á skólalóð Hrafnagilsskóla. Nemendur og starfsfólk skólans ruku upp til handa og fóta enda vissi enginn hvert erindið væri. Í ljós kom að um æfingu var að ræða hjá Landhelgisgæslunni og sérsveit lögreglunnar. Augljóslega voru nemendur mjög spenntir og fylgdust með viðburðinum sem varð nemendum uppspretta ýmissa skapandi [Meira…]

2017-09-29T14:47:21+00:0025.janúar 2017|
Go to Top