Útikennsla í Hrafnagilsskóla

Skólaárið 2016 – 2017 höfum við í Hrafnagilsskóla lagt aukna áherslu á útikennslu en margra ára hefð er fyrir útikennslu við skólann.

Í vetur hefur Hadda smíðakennari og listakona farið einu sinni í viku ásamt bekkjum og bekkjarkennurum upp í útikennslustofuna í Aldísarlundi og kennt bæði fullorðnum og börnum ýmislegt varðandi skóginn og framkvæmt þar ýmis [Meira…]

2017-05-18T11:17:49+00:0010.maí 2017|

7. bekkur gerir stuttmynd um Oliver Twist

7. bekkur í Hrafnagilsskóla er enginn venjulegur bekkur.  Í vetur ákvað enskukennarinn þeirra að taka þátt í eTwinning verkefni sem fólst í því að lesa eina bók og búa til stuttmynd eða kynningu um bókina.  Krakkarnir voru að lesa bókina Oliver Twist þannig að hún varð fyrir valinu.  Verkefnið kom á góðum tíma og fangaði [Meira…]

2017-05-10T10:15:23+00:0010.maí 2017|

Samverustund í beinni

Fallið hefur verið frá því að streyma samverustundinni í dag 5. maí beint á fésbókarsíðu skólans. Ábendingar frá foreldrum hafa borist skólanum þar sem beðið er um betri kynningu á hvað bein útsending feli í sér og að leitað sé eftir samþykki foreldra. Við munum því skoða málið aftur í haust. Foreldrar nemenda í 3. bekk [Meira…]

2017-05-05T07:20:27+00:004.maí 2017|

Viðburðadagatal maímánaðar

Viðburðadagatal maímánaðar er komið á heimasíðuna.  Viðburðirnir eru eftirfarandi:

1. maí
Frídagur verkafólks.
2. maí
Starfsdagur
4. maí
Bekkjarmyndataka hjá nemendum í 1., 5. og 10. bekk.
8.-12. maí
Nemendur 2. bekkjar sjá um samverustundir.
8. maí
Kynningarfundur um unglingastig fyrir nemendur og foreldra í 7. bekk.
15.-19. maí
Nemendur 1. bekkjar sjá um samverustundir.
16.-19. maí
Nemendur í 10. bekk í skólaferðalagi.
16. maí
Nemendur í 4. bekk í dagsferð.
17. [Meira…]

2017-05-04T08:42:13+00:004.maí 2017|

Glæsileg árshátíð yngsta stigs

Árshátíð yngsta stigs var haldin fimmtudaginn 6. apríl í Laugarborg.  Að þessu sinni var sett upp leikrit um herramennina og ungfrúrnar byggt á bókum Roger Hargreaves. Kennarar yngsta stigs sömdu leikritið, saumuðu búningina, útbjuggu sviðsmynd og leikstýrðu. Sýningin var litrík og skemmtileg og í henni mátti finna mörg falleg lög úr smiðju Maríu tónmenntakennara. Óhætt [Meira…]

2017-04-07T14:16:33+00:007.apríl 2017|
Go to Top